Húsreglur eiga að vera til staðar í öllum fjölbýlishúsum Daníel Árnason skrifar 23. febrúar 2021 11:31 Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum, enda hvílir sú skylda á stjórn húsfélags samkvæmt fjöleignarhúsalögunum að semja - og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lögin leyfa. Jafnframt hvílir sú skylda á öllum íbúum að virða húsreglurnar, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur eiga, samkvæmt 74. gr. laga um fjöleignarhús frá 1994, að innihalda sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að festa í reglur í viðkomandi húsi. Hvað þarf að vera í húsreglum? Í húsreglum skal m.a. fjalla um umgengni í sameign og afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss og hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skal háttað og skyldur eigenda í þeim efnum. Þá skulu vera í húsreglum ákvæði sem tryggja svefnfrið í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni, sem og undanþágur sem veita má frá slíku banni. Einnig skulu húsreglur innihalda ákvæði sem gilda um dýrahald, ef það er leyft í viðkomandi húsfélagi, sem og reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og hagnýtingu séreigna, að því marki sem unnt er. Húsreglur mega ekki fara í berhögg við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Samþykkt og setning húsreglna krefst samþykkis einfalds meirihluta eigenda, nema þegar fjöleignarhúsalögin áskilja að samþykkis allra eigenda, eða aukins meirihluta, sé þörf, s.s. vegna dýrahalds eða víðtækra takmarkana á umráðarétti yfir séreign o.fl. Verður þá að gæta þess að samþykki tilskilins fjölda liggi fyrir til að húsreglurnar verði skuldbindandi gagnvart eigendum. Ekki þarf að þinglýsa húsreglum sem hafa að geyma almenn atriði sem einfaldur meirihluti getur ákveðið, til að þær hafi gildi milli eigenda og gagnvart nýjum eigendum. Taki húsreglur hins vegar til atriða sem þurfa samþykki allra, er öruggara að þinglýsa slíkum samþykktum til að þær hafi ótvírætt gildi, bæði gagnvart viðsemjendum eigenda sem og síðari eigendum. Ítrekuð brot geta leitt til brottreksturs Vel útfærðar húsreglur eru líka góður stuðningur fyrir bæði stjórn húsfélaga og íbúa almennt að skapa notalegt samfélag í sínu fjölbýlishúsi með skýrum umgengnisreglum. Þá má og benda á að gerist eigandi eða íbúi fjölbýlishúss sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl viðkomandi í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn, sbr. 55. gr. fjöleignarhúsalaganna. Höfundir er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Nú þegar aðalfundatími húsfélaga er byrjaður er ekki úr vegi að minna á að húsreglur eiga að vera til í öllum fjölbýlishúsum, enda hvílir sú skylda á stjórn húsfélags samkvæmt fjöleignarhúsalögunum að semja - og leggja fyrir húsfund til samþykktar reglur um hagnýtingu sameignar og séreignar að því marki sem lögin leyfa. Jafnframt hvílir sú skylda á öllum íbúum að virða húsreglurnar, hvort sem þeir eru eigendur eða leigjendur. Húsreglur eiga, samkvæmt 74. gr. laga um fjöleignarhús frá 1994, að innihalda sem ítarlegust ákvæði um sambýlishætti, umgengni og afnot sameignar og skiptingu afnota ef því er að skipta, allt eftir því sem við á og eðlilegt og haganlegt þykir að festa í reglur í viðkomandi húsi. Hvað þarf að vera í húsreglum? Í húsreglum skal m.a. fjalla um umgengni í sameign og afnot hennar og hagnýtingu, skiptingu afnota sameiginlegs þvottahúss og hvernig þrifum sameignar og umhirðu lóðar skal háttað og skyldur eigenda í þeim efnum. Þá skulu vera í húsreglum ákvæði sem tryggja svefnfrið í húsinu, a.m.k. frá miðnætti til kl. 7 að morgni, sem og undanþágur sem veita má frá slíku banni. Einnig skulu húsreglur innihalda ákvæði sem gilda um dýrahald, ef það er leyft í viðkomandi húsfélagi, sem og reglur um afnot sameiginlegra bílastæða og hagnýtingu séreigna, að því marki sem unnt er. Húsreglur mega ekki fara í berhögg við ákvæði fjöleignarhúsalaganna. Samþykkt og setning húsreglna krefst samþykkis einfalds meirihluta eigenda, nema þegar fjöleignarhúsalögin áskilja að samþykkis allra eigenda, eða aukins meirihluta, sé þörf, s.s. vegna dýrahalds eða víðtækra takmarkana á umráðarétti yfir séreign o.fl. Verður þá að gæta þess að samþykki tilskilins fjölda liggi fyrir til að húsreglurnar verði skuldbindandi gagnvart eigendum. Ekki þarf að þinglýsa húsreglum sem hafa að geyma almenn atriði sem einfaldur meirihluti getur ákveðið, til að þær hafi gildi milli eigenda og gagnvart nýjum eigendum. Taki húsreglur hins vegar til atriða sem þurfa samþykki allra, er öruggara að þinglýsa slíkum samþykktum til að þær hafi ótvírætt gildi, bæði gagnvart viðsemjendum eigenda sem og síðari eigendum. Ítrekuð brot geta leitt til brottreksturs Vel útfærðar húsreglur eru líka góður stuðningur fyrir bæði stjórn húsfélaga og íbúa almennt að skapa notalegt samfélag í sínu fjölbýlishúsi með skýrum umgengnisreglum. Þá má og benda á að gerist eigandi eða íbúi fjölbýlishúss sekur um gróf eða ítrekuð brot á skyldum sínum gagnvart húsfélaginu eða eigendum, þá getur húsfélagið lagt bann við búsetu og dvöl viðkomandi í húsinu, gert honum að flytja og krafist þess að hann selji eignarhluta sinn, sbr. 55. gr. fjöleignarhúsalaganna. Höfundir er framkvæmdastjóri Eignaumsjónar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun