Vertu úti - viðskiptavinur! Jón Jósafat Björnsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út. Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun? Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Jósafat Björnsson Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum var ég staddur í bakaríi ásamt 11 öðrum þegar viðskiptavinur númer 13 gerði sig líklegan til að koma inn. Um leið og hann opnar hurðina hrópar starfsmaður bakarísins „út út.......þú verður að fara út......það eru of margir hér inni“. Viðskiptavinurinn sem var karlmaður á efri árum brá svo mikið að minnstu munanði að hann félli við þegar hann hrökklaðist út. Á þessum tímapunkti var mér fullkomlega ljóst að starfsfólki bakarísins var mjög umhugað um sóttvarnir. Óljósara var hvort upplifun viðskiptavinarins skipti jafn miklu máli. Undanfarna mánuði hefur fólk í framlínu fengið það hlutverk að fylgja eftir reglum stjórnvalda sem hafa verið misskýrar og tekið tíðum breytingum. Flugfreyjur og flugþjónar hafa ólíkt öðrum starfsstéttum lengi gætt öryggis farþega en um leið að tryggt ánægju þeirra og upplifun. Þegar ég beið eftir að röðin kæmi að mér, velti ég fyrir mér hvernig stjórnendur viðkomandi fyrirtækisins hafi þjálfað starfsfólkið sitt í þessu nýja hlutverki. Hafði það yfirleitt fengið einhverja þjálfun? Nú þegar við förum að sjá fyrir endann á Covid aukast væntingar okkar að ferðamönnum fjölgi með haustinu. Víða heyrist að við ættum að horfa meira á gæði ferðamanna en magn þ.e.a.s. að laða til okkar ferðmenn sem skilja meiri peninga eftir. Í þeirri umræðu ættum við að hafa hugfast að ferðamenn sem eyða miklu gera líka miklar kröfur um gæði og góða þjónustu. Ef við viljum að Ísland verði ,,hágæða vara“ í augum ferðamanna þarf hver og einn að standa klár á sínu hlutverki. Til að sinna starfi sínu vel þarf hæfni að vera til staðar og hún fæst með þekkingu og þjálfun. Höfundur er framkvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar