Fórnarlamb „mistaka og vanrækslu“ á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2021 19:34 Drífa var skömmuð fyrir það á HSS að hafa klagað málið til landlæknis. Aðsend „Ef að hjúkrunarfræðingur hefði verið á vakt þá hefði það bjargað mér; hún hefði stixað puttann... próf sem tekur 60 sekúndur.“ Þetta segir Drífa Birgitta Gunnlaugsdóttir. Hún er ein þeirra sem hafa kvartað til landlæknis vegna heilbrigðisþjónustunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Drífa vaknaði eina nótt í mars með 40 stiga hita og mikla verki. Hún hafði samband við bráðamóttöku HSS en fékk þau svör að taka verkjalyf og koma daginn eftir. Eiginmaður Drífu sætti sig þó ekki við þá lendingu og mættu þau á staðinn. Eftir nokkra bið var hitinn mældur og verkjastillandi sprautað í lærið. Aðra þjónustu fékk Drífa ekki. Í samtali við fréttastofu sagðist hún hafa orðið þess áskynja að sá sem tók á móti henni hringdi í annan til að fá ráðleggingar. „Mín tilfinning er að hann hafi fengið þau skilaboð að senda mig heim,“ segir hún. Daginn eftir var Drífa ekkert betri og hafði samband við lækna í Reykjavík. Þeir sögðu henni að leita strax á bráðamóttöku Landspítalans en þegar þangað var komið var Drífa strax sett í myndatöku og í ljós kom nýrnasteinn, sem hafði orðið til þess að mikill vökvi hafði safnast fyrir í nýranu. Þess ber að geta að sjúkrasögu sinnar vegna hafði Drífa spurt að því á HSS hvort nýrnasteinn væri mögulega að valda verkjunum en fengið neikvæð svör. „Hefði örugglega ekki endað á gjörgæslu og í lífshættu“ Þegar stungið var á nýrað til að ná vökvanum út slapp sýking út í blóðið og Drífa fór í hjartastopp. Hún dvaldi á gjörgæslu og var í lífshættu um tíma. Drífa er sannfærð um að ef hún hefði fengið rétta greiningu á HSS hefði verið hægt að draga úr alvarleika veikindanna. Það tók hana fimm mánuði að ná bata og hluta þess tíma var hún með þvagpoka og leiðslur í nýrun, eins og hún orðar það. „Ég hefði örugglega ekki endað á gjörgæslu og í lífshættu,“ segir hún. Þá gat hún ekki tekið gigtarlyfin sín í langan tíma vegna sýkingarinnar. Drífa kvartaði til landlæknisembættisins, sem tók ekki afstöðu til þess hvort það skipti sköpum hvenær gripið var inn í. Í áliti hans segir engu að síður að mistök og vanræksla hefðu átt sér stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem fólust í því að láta óreyndan læknanema starfa við móttöku bráðveikra sjúklinga. Þegar hún kom á HSS vissi Drífa ekki að sá sem tók á móti henni væri nemi. „Landlæknir telur að læknanemi á vakt hafi reynt að liðsinna kvartanda eftir megni. Ástand kvartanda hafi verið með þeim hætti að reynsla og kunnátta viðkomandi læknanema nægði ekki til að veita honum fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Landlæknir telur þó að þar sé ekki við þennan tiltekna læknanema að sakast en að óásættanlegt sé með öllu að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tefli fram svo reynslulitlum einstaklingi við móttöku bráðveikra sjúklinga og, að því að best verður séð, án þess að læknaneminn hafi haft fullnægjandi stuðning af reynslumeiri lækni.“ „Ég hefði þegið afsökunarbeiðni“ Drífa tekur undir það að reiði hennar beinist ekki gegn nemanum. Hún segir hins vegar fáránlegt að enginn hjúkrunarfræðingur hafi verið á vakt og telur að auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir hvernig fór ef svo hefði verið. Atburðarásin hefur haft veruleg áhrif á andlega heilsu Drífu, sem segist bæði hafa fyllst vantrausti í garð lækna og upplifað heilsukvíða í kjölfarið. Hún vandar HSS ekki kveðjurnar og segist telja eitthvað mikið að, enda þekki hún marga sem veigri sér við að leita til stofnunarinnar. „Ég myndi frekar sitja í tólf tíma í Reykjavík og bíða eftir afgreiðslu en að fara til læknis í Keflavík,“ segir hún en þess ber að geta að hún segist hafa fengið skammir frá læknum fyrir að hafa klagað málið til landlæknis. Þá svíður að hún hafi ekki verið beðin afsökunar. „Ég hefði þegið afsökunarbeiðni. Það er það sem stendur mest í mér; að hafa ekki fengið hana.“ Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira
Drífa vaknaði eina nótt í mars með 40 stiga hita og mikla verki. Hún hafði samband við bráðamóttöku HSS en fékk þau svör að taka verkjalyf og koma daginn eftir. Eiginmaður Drífu sætti sig þó ekki við þá lendingu og mættu þau á staðinn. Eftir nokkra bið var hitinn mældur og verkjastillandi sprautað í lærið. Aðra þjónustu fékk Drífa ekki. Í samtali við fréttastofu sagðist hún hafa orðið þess áskynja að sá sem tók á móti henni hringdi í annan til að fá ráðleggingar. „Mín tilfinning er að hann hafi fengið þau skilaboð að senda mig heim,“ segir hún. Daginn eftir var Drífa ekkert betri og hafði samband við lækna í Reykjavík. Þeir sögðu henni að leita strax á bráðamóttöku Landspítalans en þegar þangað var komið var Drífa strax sett í myndatöku og í ljós kom nýrnasteinn, sem hafði orðið til þess að mikill vökvi hafði safnast fyrir í nýranu. Þess ber að geta að sjúkrasögu sinnar vegna hafði Drífa spurt að því á HSS hvort nýrnasteinn væri mögulega að valda verkjunum en fengið neikvæð svör. „Hefði örugglega ekki endað á gjörgæslu og í lífshættu“ Þegar stungið var á nýrað til að ná vökvanum út slapp sýking út í blóðið og Drífa fór í hjartastopp. Hún dvaldi á gjörgæslu og var í lífshættu um tíma. Drífa er sannfærð um að ef hún hefði fengið rétta greiningu á HSS hefði verið hægt að draga úr alvarleika veikindanna. Það tók hana fimm mánuði að ná bata og hluta þess tíma var hún með þvagpoka og leiðslur í nýrun, eins og hún orðar það. „Ég hefði örugglega ekki endað á gjörgæslu og í lífshættu,“ segir hún. Þá gat hún ekki tekið gigtarlyfin sín í langan tíma vegna sýkingarinnar. Drífa kvartaði til landlæknisembættisins, sem tók ekki afstöðu til þess hvort það skipti sköpum hvenær gripið var inn í. Í áliti hans segir engu að síður að mistök og vanræksla hefðu átt sér stað á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sem fólust í því að láta óreyndan læknanema starfa við móttöku bráðveikra sjúklinga. Þegar hún kom á HSS vissi Drífa ekki að sá sem tók á móti henni væri nemi. „Landlæknir telur að læknanemi á vakt hafi reynt að liðsinna kvartanda eftir megni. Ástand kvartanda hafi verið með þeim hætti að reynsla og kunnátta viðkomandi læknanema nægði ekki til að veita honum fullnægjandi heilbrigðisþjónustu. Landlæknir telur þó að þar sé ekki við þennan tiltekna læknanema að sakast en að óásættanlegt sé með öllu að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja tefli fram svo reynslulitlum einstaklingi við móttöku bráðveikra sjúklinga og, að því að best verður séð, án þess að læknaneminn hafi haft fullnægjandi stuðning af reynslumeiri lækni.“ „Ég hefði þegið afsökunarbeiðni“ Drífa tekur undir það að reiði hennar beinist ekki gegn nemanum. Hún segir hins vegar fáránlegt að enginn hjúkrunarfræðingur hafi verið á vakt og telur að auðveldlega hefði mátt koma í veg fyrir hvernig fór ef svo hefði verið. Atburðarásin hefur haft veruleg áhrif á andlega heilsu Drífu, sem segist bæði hafa fyllst vantrausti í garð lækna og upplifað heilsukvíða í kjölfarið. Hún vandar HSS ekki kveðjurnar og segist telja eitthvað mikið að, enda þekki hún marga sem veigri sér við að leita til stofnunarinnar. „Ég myndi frekar sitja í tólf tíma í Reykjavík og bíða eftir afgreiðslu en að fara til læknis í Keflavík,“ segir hún en þess ber að geta að hún segist hafa fengið skammir frá læknum fyrir að hafa klagað málið til landlæknis. Þá svíður að hún hafi ekki verið beðin afsökunar. „Ég hefði þegið afsökunarbeiðni. Það er það sem stendur mest í mér; að hafa ekki fengið hana.“
Heilbrigðismál Heilbrigðisstofnun Suðurnesja Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Fleiri fréttir Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Sjá meira