Handbolti

Hætta með treyju númer eitt í minningu Quintana

Anton Ingi Leifsson skrifar
Quintana á EM á síðasta ári.
Quintana á EM á síðasta ári. EPA-EFE/Ole Martin Wold NORWAY OUT

Portúgalska liðið FC Porto hefur tilkynnt að félagið hyggst ekki nota treyju númer eitt lengur. Treyjuna notaði síðast Alfredo Quintana sem lést í dag.

Quintana fékk hjartastopp á æfingu með Porto á mánudaginn. Hann var í kjölfarið fluttur á Sao Joao sjúkrahúsið þar sem hann lést í dag.

Quintana fæddist á Kúbu en fluttist seinna til Portúgals og fékk portúgalskan ríkisborgararétt.

Hann lék um sjötíu landsleiki fyrir Portúgal og var í portúgalska liðinu sem endaði í 6. sæti á EM 2020 og 10. sæti á HM 2021.

Quintana gekk í raðir Porto 2010 og varð sex sinnum portúgalskur meistari með liðinu og einu sinni bikarmeistari.

Porto mun þar af leiðandi minnast Quintana með að hætta nota treyju númer eitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×