Innlent

Lög­reglan á Suður­nesjum á harða­spretti

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Lögreglan á Suðurnesjum var á harðahlaupum í vikunni.
Lögreglan á Suðurnesjum var á harðahlaupum í vikunni. Vísir/Vilhelm

Ökumaður sem lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af í vikunni, vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna, tók á rás frá lögreglu en var hlaupinn uppi og handtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu.

„Þá þurfti lögregla að hlaupa uppi annan ökumann sem reyndi að stinga af. Hann var grunaður um að hafa ekið bifreið sinni ofan í skurð og verið að reyna að aka henni aftur upp úr honum þegar hann var truflaður við þá iðju. Hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum og var með meint fíkniefni á sér. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð,“ segir í tilkynningu,

Þá veitti lögreglan þriðja ökumanninum eftirför þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum. Sá hafði ekið á miklum hraða og yfir hringtorg sem varð á vegi hans. Viðkomandi var handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×