Hætta á að hraunstraumar gætu lokað Reykjanesbraut Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 27. febrúar 2021 10:51 Víðir segir að horft sé til þess að hraun gæti lokað Reykjanesbraut. Það muni þó ekki gerast á fáeinum mínútum. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum, segir að sú sviðsmynd sem dregin er upp í spá hóps á vegum Háskóla Íslands, um að ef gjósa tæki á Reykjanesskaga myndi hraun flæða um miðjan skagann, sé ein þeirra sviðsmynda sem horft sé til hjá Almannavörnum. „Já, þetta er einmitt ein af þeim sviðsmyndum, hvar sem gæti gosið norðanmegin á Reykjanesinu þá er alltaf hætta á því að hraunstraumur myndi renna og loka Reykjanesbrautinni. Það hefur alveg verið inni í okkar sviðsmyndum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tímamælingar hvað varða rýmingar á svæðinu. Þá sé Suðurstrandavegur einnig leið af Reykjanesskaga. „Þannig að það er ólíklegt að þær lokist báðar. Svo þarf að hafa í huga að það tekur svolítinn tíma fyrir hraun að renna þessa vegalengd. Þannig að þetta gerist ekki bara á einhverjum örfáum klukkutímum, en þetta er hluti af því sem við þurfum að vera vakandi fyrir,“ segir Víðir. Hann bætir við að hermilíkön líkt og það sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gáfu út í gær séu afar hjálpleg. Með hjálp þeirra sé hægt að sjá hlutina í réttu ljósi og setja þá í samhengi. Jarðskjálftar aðalmálið en fylgjast þurfi með kviku Víðir segir þá að rýmingaráætlanir snúi að byggðum sem kynnu að lokast af. Hann minnir þó aftur á Suðurstrandaveginn og að fleiri en ein leið séu færar um Reykjanesskagann. „Og þetta er ekki atburður sem gerist á einhverjum mínútum. Við höfum alveg nægan tíma til að tryggja öryggi þeirra sem fara um Reykjanesbrautina.“ Hættustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðskjálfta sem hafa hrist Reykjanesskagann undanfarna daga. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í morgun þá hefur ekkert breyst varðandi mat vísindamanna að þetta séu fyrst og fremst flekaskilajarðskjálftar en auðvitað erum við öll að horfa á þann möguleika hvort kvika fari af stað í svona atburðarás. Það þarf að fylgjast vel með því.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar, sem þó hafa fundist vel á Reykjanesskaga og sumir lengra frá, hafa orðið á svæðinu síðan þá. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
„Já, þetta er einmitt ein af þeim sviðsmyndum, hvar sem gæti gosið norðanmegin á Reykjanesinu þá er alltaf hætta á því að hraunstraumur myndi renna og loka Reykjanesbrautinni. Það hefur alveg verið inni í okkar sviðsmyndum,“ segir Víðir í samtali við fréttastofu. Hann segir að fyrir nokkrum árum hafi verið gerðar tímamælingar hvað varða rýmingar á svæðinu. Þá sé Suðurstrandavegur einnig leið af Reykjanesskaga. „Þannig að það er ólíklegt að þær lokist báðar. Svo þarf að hafa í huga að það tekur svolítinn tíma fyrir hraun að renna þessa vegalengd. Þannig að þetta gerist ekki bara á einhverjum örfáum klukkutímum, en þetta er hluti af því sem við þurfum að vera vakandi fyrir,“ segir Víðir. Hann bætir við að hermilíkön líkt og það sem Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands gáfu út í gær séu afar hjálpleg. Með hjálp þeirra sé hægt að sjá hlutina í réttu ljósi og setja þá í samhengi. Jarðskjálftar aðalmálið en fylgjast þurfi með kviku Víðir segir þá að rýmingaráætlanir snúi að byggðum sem kynnu að lokast af. Hann minnir þó aftur á Suðurstrandaveginn og að fleiri en ein leið séu færar um Reykjanesskagann. „Og þetta er ekki atburður sem gerist á einhverjum mínútum. Við höfum alveg nægan tíma til að tryggja öryggi þeirra sem fara um Reykjanesbrautina.“ Hættustig Almannavarna er nú í gildi vegna jarðskjálfta sem hafa hrist Reykjanesskagann undanfarna daga. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem lágu fyrir í morgun þá hefur ekkert breyst varðandi mat vísindamanna að þetta séu fyrst og fremst flekaskilajarðskjálftar en auðvitað erum við öll að horfa á þann möguleika hvort kvika fari af stað í svona atburðarás. Það þarf að fylgjast vel með því.“ Mikil skjálftavirkni hefur verið á Reykjanesskaga á síðustu dögum. Upp úr klukkan átta í morgun varð til að mynda skjálfti, 5,2 að stærð, skammt frá Fagradalsfjalli. Á miðvikudag var þá skjálfti upp á 5,7 að stærð á svipuðum slóðum. Margir minni skjálftar, sem þó hafa fundist vel á Reykjanesskaga og sumir lengra frá, hafa orðið á svæðinu síðan þá.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Almannavarnir Tengdar fréttir Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30 Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Innlent Fleiri fréttir „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Sviðsmyndirnar vegna skjálftanna margar og misalvarlegar Jarðeðlisfræðingur segir margar sviðsmyndir í stöðunni þegar horft er á framhaldið. Engar vísbendingar eru um kvikusöfnun en ef af gosi verður býst hann ekki við því að það verði stórt. 27. febrúar 2021 10:30
Jarðskjálfti 5,2 að stærð á Reykjanesskaga Nú klukkan 8:07 í morgun varð jarðskjálfti, í kring um 5 að stærð. Hann átti upptök sín á Reykjanesskaga, líkt og svo margir jarðskjálftar sem orðið hafa síðustu daga. 27. febrúar 2021 08:10