Sendiherra Mjanmar hjá SÞ rekinn fyrir að biðja um hjálp Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 17:28 Mótmælendur krefjast aðstoðar alþjóðasamfélagsins fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Mjanmar. EPA-EFE/NYEIN CHAN NAING Herforingjastjórn Mjanmar, sem rændi völdum í byrjun febrúarmánaðar, hefur rekið Kyaw Moe Tun, sendiherra landsins hjá Sameinuðu þjóðunum, eftir að hann óskaði eftir aðstoð SÞ til þess að hrekja herforingjastjórnina frá völdum. Moe Tun flutti tilfinningaþrungna ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag og sagði hann að enginn ætti að starfa með hernum fyrr en hann skilaði völdum aftur til lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsins. Frá því að herinn framdi valdarán hafa hundruð þúsunda mótmælt valdaráninu, bæði innan landsins og utan þess. Mótmælendur hafa mætt mikilli mótstöðu hersins og hefur stjórnin gefið út tilskipun um að allir þekktir mótmælendur skuli handteknir tafarlaust. Þá gaf herforingjastjórnin út tilskipun þess efnis að herinn þyrfti ekki samþykki dómstóla, eins og áður, til þess að framkvæma leit á heimilum og öðrum einkaeignum fólks. Í gær fóru fram fjölmenn mótmæli í landinu sem herinn svaraði af fullu afli. Fjölmiðlar í Mjanmar segja að tugir mótmælenda hafi verið handteknir og að kona hafi orðið fyrir byssuskoti í borginni Monwya. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um ástand og líðan hennar. Í kjölfar valdaránsins 1. febrúar síðastliðinn voru allir meðlimir ríkisstjórnarinnar, og fleiri háttsettir einstaklingar innan opinbera kerfisins, handteknir. Þar á meðal er Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins. Moe Tun hvatti alþjóðasamfélagið í ræðu sinni í gær til þess að beita öllum mögulegum leiðum til þess að koma hernum frá valdastóli og koma lýðræðinu aftur á fót. Moe Tun sagðist einnig fulltrúi ríkisstjórnar Suu Kyi, sem hefur að öllum líkindum ekki fallið í kramið hjá herforingjastjórninni. Til þess að ítreka andstöðu sína við herforingjastjórnina lyfti Moe Tun upp þremur fingrum, merki sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa tileinkað sér og er merki um andstöðu gegn alræðisvaldi. Tilkynnt var um það að Moe Tun hafi verið rekinn frá störfum í ríkissjónvarpi Mjanmar í morgun. Þar kom fram að hann hafi „svikið landið og talað máli óopinberrar hreyfingar sem er ekki í forsvari fyrir landið“ og að hann hafi „misnotað vald sitt og skyldur sínar sem sendiherra.“ Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Moe Tun flutti tilfinningaþrungna ræðu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag og sagði hann að enginn ætti að starfa með hernum fyrr en hann skilaði völdum aftur til lýðræðislega kjörinna fulltrúa landsins. Frá því að herinn framdi valdarán hafa hundruð þúsunda mótmælt valdaráninu, bæði innan landsins og utan þess. Mótmælendur hafa mætt mikilli mótstöðu hersins og hefur stjórnin gefið út tilskipun um að allir þekktir mótmælendur skuli handteknir tafarlaust. Þá gaf herforingjastjórnin út tilskipun þess efnis að herinn þyrfti ekki samþykki dómstóla, eins og áður, til þess að framkvæma leit á heimilum og öðrum einkaeignum fólks. Í gær fóru fram fjölmenn mótmæli í landinu sem herinn svaraði af fullu afli. Fjölmiðlar í Mjanmar segja að tugir mótmælenda hafi verið handteknir og að kona hafi orðið fyrir byssuskoti í borginni Monwya. Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um ástand og líðan hennar. Í kjölfar valdaránsins 1. febrúar síðastliðinn voru allir meðlimir ríkisstjórnarinnar, og fleiri háttsettir einstaklingar innan opinbera kerfisins, handteknir. Þar á meðal er Aung San Suu Kyi, leiðtogi landsins. Moe Tun hvatti alþjóðasamfélagið í ræðu sinni í gær til þess að beita öllum mögulegum leiðum til þess að koma hernum frá valdastóli og koma lýðræðinu aftur á fót. Moe Tun sagðist einnig fulltrúi ríkisstjórnar Suu Kyi, sem hefur að öllum líkindum ekki fallið í kramið hjá herforingjastjórninni. Til þess að ítreka andstöðu sína við herforingjastjórnina lyfti Moe Tun upp þremur fingrum, merki sem andstæðingar herforingjastjórnarinnar hafa tileinkað sér og er merki um andstöðu gegn alræðisvaldi. Tilkynnt var um það að Moe Tun hafi verið rekinn frá störfum í ríkissjónvarpi Mjanmar í morgun. Þar kom fram að hann hafi „svikið landið og talað máli óopinberrar hreyfingar sem er ekki í forsvari fyrir landið“ og að hann hafi „misnotað vald sitt og skyldur sínar sem sendiherra.“
Mjanmar Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54 Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25 Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í skugga skothríðar Þúsundir mótmælenda gengu um götur borga Mjanmar í morgun, þrátt fyrir að hermenn hafi skotið minnst tvo mótmælendur til bana í gær og sært marga aðra. 21. febrúar 2021 10:54
Blóðugur dagur í Mjanmar Minnst tveir eru látnir eftir að hermenn hófu skothríð á mótmælendur sem voru að mótmæla valdaráni hers Mjanmar. Fregnir herma að tugir hafi særst í skothríðinni sem hófst nærri hafnarsvæði Mandalay, næst stærstu borg ríkisins. 20. febrúar 2021 15:25
Látin eftir að hafa verið skotin í höfuðið í mótmælum Tvítug kona sem særðist alvarlega þegar hún var skotin af lögreglu í Mjanmar á dögunum er látin af völdum áverkans. 19. febrúar 2021 07:24