„Einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta að þeir haldi áfram“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:20 Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna, og Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ræddu ríkisstjórnarsamstarfið í Víglínunni í dag. Vísir/Einar „Mér finnst alveg einboðið að næðu þessir flokkar meirihluta í næstu kosningum, þá hlýtur að vera fyrsti kostur að þeir haldi áfram. Þetta stjórnarsamstarf hefur verið í öllum aðalatriðum afskaplega gæfusamt,“ sagði Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Víglínunni í dag. Stjórnarþingmennirnir Páll Magnússon og Ólafur Þór Gunnarsson ræddu ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Víglínunni. Þeir sögðu stjórnarsamstarfið hafa reynst afar gæfuríkt og það sæist í þeim stuðningin sem stjórnin nýtur í fylgiskönnunum. Nái flokkarnir meirihluta í kosningum ættu þeir að mati Páls að stefna að áframhaldandi samstarfi. „Ég held að í öllum aðalatriðum hafi þetta ríkisstjórnarsamband tekist alveg mjög vel upp. Furðuvel myndu margir segja miðað við það hvaða flokkar lögðu upp í það,“ segir Páll Magnússon. Segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa verið farsælt Páll segir að málinu samkvæmt gæti hann rekið ýmislegt sem hann hafi ekki verið sammála Vinstri grænum og Framsóknarflokknum í einstaka málum en að í aðalatriðum hafi ríkisstjórnarsamstarfið gengið vonum framar. „Við höfum náð mjög langt með þann málefnasáttmála sem við fórum af stað með. Eðlilega er ágreiningur milli flokkanna í mörgum málefnum, enda eru þeir um allt rófið í stjórnmálum. En þrátt fyrir þetta hefur þetta tekist ágætlega,“ segir Ólafur Þór. Páll segir það liggja í hlutarins eðli að nái núverandi stjórnarflokkar meirihluta að nýju í næstu Alþingiskosningum eftir þetta „ekki hnökralausa en farsæla samstarf“ hljóti þeir að taka þann kost fyrstan að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Alþingiskosningar 2021 Víglínan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31 Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Stjórnarþingmennirnir Páll Magnússon og Ólafur Þór Gunnarsson ræddu ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokksins, Vinstri grænna og Framsóknar í Víglínunni. Þeir sögðu stjórnarsamstarfið hafa reynst afar gæfuríkt og það sæist í þeim stuðningin sem stjórnin nýtur í fylgiskönnunum. Nái flokkarnir meirihluta í kosningum ættu þeir að mati Páls að stefna að áframhaldandi samstarfi. „Ég held að í öllum aðalatriðum hafi þetta ríkisstjórnarsamband tekist alveg mjög vel upp. Furðuvel myndu margir segja miðað við það hvaða flokkar lögðu upp í það,“ segir Páll Magnússon. Segja ríkisstjórnarsamstarfið hafa verið farsælt Páll segir að málinu samkvæmt gæti hann rekið ýmislegt sem hann hafi ekki verið sammála Vinstri grænum og Framsóknarflokknum í einstaka málum en að í aðalatriðum hafi ríkisstjórnarsamstarfið gengið vonum framar. „Við höfum náð mjög langt með þann málefnasáttmála sem við fórum af stað með. Eðlilega er ágreiningur milli flokkanna í mörgum málefnum, enda eru þeir um allt rófið í stjórnmálum. En þrátt fyrir þetta hefur þetta tekist ágætlega,“ segir Ólafur Þór. Páll segir það liggja í hlutarins eðli að nái núverandi stjórnarflokkar meirihluta að nýju í næstu Alþingiskosningum eftir þetta „ekki hnökralausa en farsæla samstarf“ hljóti þeir að taka þann kost fyrstan að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi.
Alþingiskosningar 2021 Víglínan Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingi Tengdar fréttir Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31 Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17 Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Mögulegt framhaldslíf ríkisstjórnarinnar rætt í Víglínunni Allt bendir til að ríkisstjórn þriggja flokka í forsæti Katrínar Jakobsdóttur lifi af kjörtímabilið fram að kosningum til Alþingis hinn 25. september. Hins vegar liggur ekki fyrir hvort stjórnarflokkarnir haldi áfram stjórnarsamstarfinu fái þeir til þess meirihluta. Flokkarnir eru farnir að undirbúa val á framboðslista og þar gæti víða dregið til tíðinda. 28. febrúar 2021 16:31
Líklegra að ríkisstjórnin haldi ef minni flokkar ná ekki manni inn Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og forseti stjórnmálafræðideildar, telur að sitjandi ríkisstjórn muni halda samstarfi áfram eftir kosningar, haldi flokkarnir þrír meirihluta. Ef litlir flokkar nái ekki manni inn séu auknar líkur á því að ríkisstjórnin haldi meirihluta. 23. febrúar 2021 00:17
Allir vilja komast á Alþingi Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fer í slag um efsta sæti á lista Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs á Suðurlandi. 22. febrúar 2021 14:05