Navalní fluttur í fangabúðir: „Þær eru hræðilegar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. febrúar 2021 18:21 Alexei Navalní í réttarsal fyrr í mánuðinum. Hann hefur verið dæmdur í rúmlega tveggja ára fangelsi fyrir að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands eftir að eitrað var fyrir honum. EPA-EFE/YURI KOCHETKOV Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur í fangabúðir rétt fyrir utan Moskvu þar sem hann á að sitja af sér tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Navalní var fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu á fimmtudag og var aðstandendum hans ekki gert viðvart um tilfærslu hans. Navalní kom aftur til Rússlands fyrir akkúrat sex vikum síðan í fyrsta skipti síðan eitrað var fyrir honum. Hann var handtekinn um leið og hann steig út úr flugvélinni og hefur verið í haldi síðan. Hann var sakaður um að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinum Novichok. Navalní er haldið í fangabúðum númer 2 í bænum Pokrov um 100 kílómetrum austur af Moskvu. Ruslan Vakhapov, aðgerðasinni í málefnum fanga í Rússlandi, segir aðstæðurnar í fangabúðunum hræðilegar. „Þetta eru hræðilegar fangabúðir,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters í dag. Að sögn Vakhapovs taka fangar þátt í að hafa hemil á öðrum föngum og beita aðra fanga ofbeldi fari þeir ekki eftir ströngustu reglum. „Ef það þarf að koma í veg fyrir að Navalní hafi samskipti við aðra mun enginn tala við hann,“ sagði Vakhapov. „Ef eitthvað gerist mun hann ekki geta beðið um hjálp fyrr en lögmaðurinn hans kemur og heimsækir hann.“ Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30 Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41 Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Navalní kom aftur til Rússlands fyrir akkúrat sex vikum síðan í fyrsta skipti síðan eitrað var fyrir honum. Hann var handtekinn um leið og hann steig út úr flugvélinni og hefur verið í haldi síðan. Hann var sakaður um að hafa brotið skilorð þegar hann var fluttur meðvitundarlaus frá Rússlandi til Þýskalands, eftir að eitrað var fyrir honum með taugaeitrinum Novichok. Navalní er haldið í fangabúðum númer 2 í bænum Pokrov um 100 kílómetrum austur af Moskvu. Ruslan Vakhapov, aðgerðasinni í málefnum fanga í Rússlandi, segir aðstæðurnar í fangabúðunum hræðilegar. „Þetta eru hræðilegar fangabúðir,“ sagði hann í samtali við fréttastofu Reuters í dag. Að sögn Vakhapovs taka fangar þátt í að hafa hemil á öðrum föngum og beita aðra fanga ofbeldi fari þeir ekki eftir ströngustu reglum. „Ef það þarf að koma í veg fyrir að Navalní hafi samskipti við aðra mun enginn tala við hann,“ sagði Vakhapov. „Ef eitthvað gerist mun hann ekki geta beðið um hjálp fyrr en lögmaðurinn hans kemur og heimsækir hann.“
Eitrað fyrir Alexei Navalní Rússland Tengdar fréttir Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30 Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41 Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Sjá meira
Navalní fluttur milli fangelsa með leynd Rússneski stjórnarandstæðingurinn Alexei Navalní hefur verið fluttur úr varðhaldi í fangelsinu í Moskvu hvar honum hefur verið haldið að undanförnu. Ekki liggur fyrir hvert hann hefur verið fluttur. 25. febrúar 2021 23:30
Áfrýjun Navalnís hafnað Áfrýjunardómstóll í Moskvu hefur hafnað áfrýjun Alexei Navalní varðandi fangelsisdóms sem hann hlaut nýverið. Stjórnarandstæðingurinn rússneski verður mögulega sendur til fanganýlendu í dag. 20. febrúar 2021 13:41
Ekki skuli nota faraldurinn til að skerða mannréttindi Staða mannréttindamála í Rússlandi er áhyggjuefni. Þetta sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er hann ávarpaði mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna í dag. 23. febrúar 2021 13:45