Segir allt vera galopið í baráttunni um Meistaradeildarsæti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2021 13:30 Youri Tielemans og félagar í Leicester er í góðum málum í þriðja sætinu eins og er en hópurinn er þunnur og má ekki mikið við meiðslum. Getty/Michael Regan Englandsmeistarar Liverpool löguðu aðeins stöðu sína í ensku úrvalsdeildinni með sigri í gærkvöldi en þeir eru enn talsvert frá einu af „góðu sætunum“ í deildinni. Danny Murphy, sérfræðingur í Match of the day þættinum í breska ríkisútvarpinu, sér fyrir sér mikla spennu í baráttunni um farseðlana í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Murphy yfir stöðuna á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar þar sem Manchester City jók forystu sína þar sem bæði Manchester United, Leicster City og West Ham töpuðu öll stigum. „Það er eins og titilbaráttan hafi klárast fyrir nokkrum vikum enda vinnur City alla leiki sína á meðan hin liðin eru að tapa stigum. City þurfti ekki einu sinni að spila vel til að vinna West Ham á laugardaginn. Nú eru þeir með tólf stiga forystu þegar bara tólf leikir eru eftir. Baráttan er því aðeins um hvaða þrjú lið fylgja City í Meistaradeildina,“ skrifaði Danny Murphy. "It would be a brilliant achievement if they were to stay inside that top four."@alanshearer and Danny Murphy discuss Leicester's injury problems... Watch #MOTD2 on @BBCOne and @BBCiPlayer: https://t.co/nWwetNiMnq pic.twitter.com/sudLYF5fyD— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2021 „Endspretturinn í deildinni verður mjög áhugaverður og allt er galopið þar,“ skrifaði Murphy. „Manchester United fékk á sig gagnrýni fyrir að sýna ekki nógu mikið hugrekki í leiknum á móti Chelsea en þökk sé stiginu á Brúnni þá er liðið hans Ole Gunnars Solskjær með sex stiga forskot á liðið í fimmta sæti. Þeir eru langlíklegastir til að taka annað sætið,“ skrifaði Murphy. „Ég held líka að Chelsea nái einu af fjórum efstu sætunum af því að þeir hafa mikla breidd og það er mjög erfitt að vinna þá síðan að Thomas Tuchel tók við. Þeir tapa bara ekki leikjum,“ skrifaði Murphy. „Fyrir utan þetta er erfitt að sjá fyrir sér hvernig þetta þróast. Leicester, Liverpool, West Ham og Everton telja sig öll eiga möguleika og þá eru Arsenal og Tottenham að nálgast þau eftir góð úrslit um helgina,“ skrifaði Murphy. „Á síðasta tímabili réðst það ekki fyrr en á lokadeginum hvaða lið enduðu í þriðja og fjórða sæti þar sem Manchester United og Chelsea höfðu betur í baráttunni við Leicester. Það lítur út fyrir að þetta verði alveg eins jafnt í ár,“ skrifaði Murphy. Það má lesa allan pistil Danny Murphy með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira
Danny Murphy, sérfræðingur í Match of the day þættinum í breska ríkisútvarpinu, sér fyrir sér mikla spennu í baráttunni um farseðlana í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Murphy yfir stöðuna á toppi deildarinnar eftir leiki helgarinnar þar sem Manchester City jók forystu sína þar sem bæði Manchester United, Leicster City og West Ham töpuðu öll stigum. „Það er eins og titilbaráttan hafi klárast fyrir nokkrum vikum enda vinnur City alla leiki sína á meðan hin liðin eru að tapa stigum. City þurfti ekki einu sinni að spila vel til að vinna West Ham á laugardaginn. Nú eru þeir með tólf stiga forystu þegar bara tólf leikir eru eftir. Baráttan er því aðeins um hvaða þrjú lið fylgja City í Meistaradeildina,“ skrifaði Danny Murphy. "It would be a brilliant achievement if they were to stay inside that top four."@alanshearer and Danny Murphy discuss Leicester's injury problems... Watch #MOTD2 on @BBCOne and @BBCiPlayer: https://t.co/nWwetNiMnq pic.twitter.com/sudLYF5fyD— Match of the Day (@BBCMOTD) February 28, 2021 „Endspretturinn í deildinni verður mjög áhugaverður og allt er galopið þar,“ skrifaði Murphy. „Manchester United fékk á sig gagnrýni fyrir að sýna ekki nógu mikið hugrekki í leiknum á móti Chelsea en þökk sé stiginu á Brúnni þá er liðið hans Ole Gunnars Solskjær með sex stiga forskot á liðið í fimmta sæti. Þeir eru langlíklegastir til að taka annað sætið,“ skrifaði Murphy. „Ég held líka að Chelsea nái einu af fjórum efstu sætunum af því að þeir hafa mikla breidd og það er mjög erfitt að vinna þá síðan að Thomas Tuchel tók við. Þeir tapa bara ekki leikjum,“ skrifaði Murphy. „Fyrir utan þetta er erfitt að sjá fyrir sér hvernig þetta þróast. Leicester, Liverpool, West Ham og Everton telja sig öll eiga möguleika og þá eru Arsenal og Tottenham að nálgast þau eftir góð úrslit um helgina,“ skrifaði Murphy. „Á síðasta tímabili réðst það ekki fyrr en á lokadeginum hvaða lið enduðu í þriðja og fjórða sæti þar sem Manchester United og Chelsea höfðu betur í baráttunni við Leicester. Það lítur út fyrir að þetta verði alveg eins jafnt í ár,“ skrifaði Murphy. Það má lesa allan pistil Danny Murphy með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Fleiri fréttir Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Sjá meira