Allir 1.097 gestirnir fengið sömu þjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2021 10:28 Gylfi Þór Þórsteinsson í Farsóttarhúsinu við Rauðarárstíg. Vísir/Vilhelm Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsanna, segir stoltur af starfinu sem unnið hefur verið í Farsóttarhúsinu á Rauðarárstíg undanfarið ár. Ljóst sé að úrræðið hafi virkað vel en í húsinu hefur verið að finna þau afbrigði kórónuveirunnar sem eru mest smitandi. Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Gylfi Þór gerir upp eitt ár frá því hann var ráðinn til að stýra farsóttarhúsum 1. mars 2020. 1097 gestir hafa dvalið í húsunum og rúmlega helmingur eða 525 hafa verið sýktir af Covid-19. Töluvert fleiri en lagst hafa inn á Landspítalann vegna veirunnar, 327. „Enn þá hefur enginn starfsmaður eða sjálfboðaliði veikst hjá okkur eða þurft að fara í sóttkví vegna vinnunnar í farsóttarhúsi. Bæði vegna þess hve heppin við höfum verið en líka vegna þess hversu alvarlega við sinnum sóttvörnum hjá okkur.“ Alls konar fólk hafi dvalið í húsinu. „Við höfum á þessu ári verið með fólk sem hefur misst maka vegna veirunnar, misst ættingja vegna slysa og þurft að koma til landsins, fólk sem flýr stríðsátök í heimalandi sínu, flóttamenn, ferðamenn og hinn almenna Íslending. Við höfum verið með farósttarhús fyrir jaðaðarsetta einstaklinga, fólkið okkar sem er heimilislaust eða í virkri neyslu,“ segir Gylfi Þór. Allir hafi fengið sömu þjónustu hvort sem þeir voru lagðir inn af rakningarteyminu, Covid-göngudeildinni, félagsmálayfirvöldum eða komu í fylgd lögreglu. „Þegar mest var voru 110 manns í húsum okkar en í dag erum við með fimm, þar af fjóra sýkta af Covid. Þetta hefur verið lærdómsríkt ár, þetta hefur verið sorglegt, þetta hefur verið skemmtilegt og þetta hefur reynt á.“ Ljóst sé að farsóttarhúsin hafi virkað vel. „Við höfum hýst fólk með afbrigði veirunnar sem hafa ekki greinst á landinu, sökum skimana í Leifsstöð, við erum staðurinn þar sem þau afbrigði verða sem eru mest smitandi.“ Hann segir tugi sjálfboðaliða Rauða krossins hafa veitt ómetanlega aðstoð. Þá hafi starfsfólk Íslandshótela, Securitas og Sólar, ásamt sjö starfsmönnum Rauða krossins sem ráðin voru í þetta verkefni, lagt sig fram meira en hægt er að ætlast til. Fyrir það beri að þakka. „Ég er stoltur af starfi okkar og stoltur að hafa fengið að vinna með svona ótrúlegu fólki.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira