Fyrrverandi fangar lýsa slæmum aðstæðum og ofbeldi í fanganýlendu Navalnís Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2021 15:09 Fanganýlendan IK-2 er nærri bænum Pokrov, sem er um 85 kílómetra austur af Moskvu. Getty/Mikhail Metzel Fyrrverandi fangar í fanganýlendunni sem Alexei Navalní var nýverið fluttur í, segja kerfisbundið ofbeldi gegn föngum eiga sér stað þar og að aðstæður séu vægast samt slæmar. Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Fanganýlendan þar sem Navalní mun afplána dóm sinn kallast IK-2. Fjórir fyrrverandi fangar þar ræddu nýverið við blaðamenn Moscow Times um aðstæður í nýlendunni. Lögmaðurinn Pjotr Kúrjanov, sem hefur unnið fyrir samtök sem berjast fyrir réttindum fanga í Rússlandi, segir að flestir fangar nýlendunnar séu þar vegna þjófnaðar og fíkniefnalagabrota. Það komi þó fyrir að pólitískir fangar séu sendir þangað. Hann segir „slæma hluti“ hafa gerst í fanganýlendunni um árabil. Konstantín Kotov, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir mótmæli árið 2019, segir að mögulega hafi Navalní verið sendur í nýlenduna því þar sé auðvelt að einangra pólitíska fanga. Kotov sat sjálfur í fangelsi þar. Hann segir að fangaverðir reyni að stýra hverju skrefi fanga og jafnvel hugsunum þeirra. Kotov segir að í raun séu fjórar tegundir fanganýlenda í Rússlandi. Aðstæður þar taki yfirleitt mið af glæpum þeirra sem afplána í fangelsunum. IK-2 á að vera miðlungs strangt fangelsi en þykir í rauninni mjög strangt. Segir Navlaní eiga erfiðan tíma í vændum Vladímír Pereversín, varði tveimur árum í fanganýlendunni frá 2010 til 2012. Í samtali við blaðamann sagði hann Navalní eiga erfiðan tíma í vændum. Aðstæður hafi verið slæmar. Þar sé blautt og kalt og mikið ofbeldi. Dmítrí Demuskín varði einnig tveimur árum í fanganýlendunni og hann líkti veru sini þar við pyntingu. Hann sagðist hafa verið í versta hluta nýlendunnar í átta mánuði, þar sem honum hafi verið bannað að horfa á aðra fanga og þeim bannað að horfa á hann. Í hvert sinn sem honum var hleypt út úr klefa sínu voru hendur hans bundnar fyrir aftan bak hans. Kotov segir einnig að öðrum föngum hafi verið skipað að virða sig ekki viðlits. Markmiðið sé að einangra mann. Navalní mun verja tveimur árum í nýlendunni.GettY/Mikhail Matzel Viðmælendur Moscow Times sem voru og eru jafnvel tiltölulega þekktir í Rússlandi. Þeir segjast ekki hafa verið beittir miklu ofbeldi af fangavörðum og telja það vera vegna stöðu þeirra. Þeir hafi þó séð fangaverði beita fanga ofbeldi og fanga ráðast á aðra fanga. Aðrir viðmælendur sögðust hafa verið barðir af fangavörðum og öðrum fangavörðum. Hinn 57 ára gamli Alexei sem var sleppt úr nýlendunni síðasta sumar, sagði kerfisbundið ofbeldi fangavarða og fanga eiga sér stað þar. Hann sagðist vonast til þess að sú mikla athygli sem beinist nú að IK-2 muni hafa breytingar í för með sér. Í frétt Moscow Times segir að í fangelsiskerfi Rússlands hafi ítrekað komið upp hneykslismál á undanförnum árum sem tengist pyntingum. Í síðustu viku hafi miðillinn Novaya Gazeta birt myndband sem sýndi grimmilega pyntingu fanga. Einn þeirra hafi dáið í kjölfarið. Hér má sjá frétt France24 frá því í fyrra um ofbeldi í rússneskum fangelsum.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira