Vilja stofna miðstöð á Reykjalundi fyrir fólk með eftirköst eftir Covid Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. mars 2021 20:11 Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Vísir/Vilhelm Á því eina ári sem kórónuveirufaraldurinn hefur geisað hér á landi hafa meira en sex þúsund manns greinst smitaðir af veirunni. Margir kljást við mikil eftirköst eftir veikindin og hefur Reykjalundur sótt um aukafjármagn hjá Sjúkratryggingum Íslands til þess að geta tekið á móti þessum hópi. Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. „Með þeim sem eru að ljúka endurhæfingu þessa dagana eru það um 50 manns sem hafa farið í gegn hjá okkur. Milli 60 og 70 bíða nú eftir því að komast í endurhæfingu,“ sagði Hans Jakob Beck, læknir á lungnasviði Reykjalundar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikilvægt að hópurinn fái eftirfylgni Hans er einn þeirra sem hefur talað fyrir stofnun miðstöðvar til að taka á móti fólki með eftirköst covid. „Tillaga okkar og hugmynd er sú að á einum stað sé einhvers konar kjarni sem mun sinna þessu vandamáli. Þar yrði boðið upp á þverfaglegt mat fyrir fólk með tilliti til endurhæfingar og stuðnings. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf og eftirfylgni,“ segir Hans. „Þá sérstaklega með áherslu á hópinn sem ekki hefur komist til vinnu. Við höfum reynslu af því við endurhæfingu þessa fólks að staða þeirra er mjög ólík og endurhæfingin þarf að vera einstaklingsmiðuð. Jafnframt er mikil hætta á því að fólk detti út af vinnumarkaði ef því er ekki fylgt eftir. Þetta er hópur sem þarf eftirfylgni, það er ekki nóg að vera bara í nokkrar vikur í endurhæfingu,“ segir Hans. Hann segir mikilvægt að sinna þessari þjónustu á einum stað og hann segir allt til alls til þess á Reykjalundi. „Það er breið þekking, endurhæfing á breiðu sviði og sérþekkingin og aðstaðan með því besta sem gerist hér,“ segir Hans Jakob. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Uppi eru hugmyndir um stofnun miðstöðvar til þess að geta tekið á móti fólki með eftirköst covid á einum stað. Hugmyndirnar hafa verið kynntar í heilbrigðisráðuneytinu og félagsmálaráðuneytinu. „Með þeim sem eru að ljúka endurhæfingu þessa dagana eru það um 50 manns sem hafa farið í gegn hjá okkur. Milli 60 og 70 bíða nú eftir því að komast í endurhæfingu,“ sagði Hans Jakob Beck, læknir á lungnasviði Reykjalundar, í kvöldfréttum Stöðvar 2. Mikilvægt að hópurinn fái eftirfylgni Hans er einn þeirra sem hefur talað fyrir stofnun miðstöðvar til að taka á móti fólki með eftirköst covid. „Tillaga okkar og hugmynd er sú að á einum stað sé einhvers konar kjarni sem mun sinna þessu vandamáli. Þar yrði boðið upp á þverfaglegt mat fyrir fólk með tilliti til endurhæfingar og stuðnings. Þar yrði boðið upp á ráðgjöf og eftirfylgni,“ segir Hans. „Þá sérstaklega með áherslu á hópinn sem ekki hefur komist til vinnu. Við höfum reynslu af því við endurhæfingu þessa fólks að staða þeirra er mjög ólík og endurhæfingin þarf að vera einstaklingsmiðuð. Jafnframt er mikil hætta á því að fólk detti út af vinnumarkaði ef því er ekki fylgt eftir. Þetta er hópur sem þarf eftirfylgni, það er ekki nóg að vera bara í nokkrar vikur í endurhæfingu,“ segir Hans. Hann segir mikilvægt að sinna þessari þjónustu á einum stað og hann segir allt til alls til þess á Reykjalundi. „Það er breið þekking, endurhæfing á breiðu sviði og sérþekkingin og aðstaðan með því besta sem gerist hér,“ segir Hans Jakob.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira