Fyrsta Boeing 737 MAX flug Icelandair til Kaupmannahafnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. mars 2021 12:36 Látrabjarg er ein af Boeing MAX vélum Icelandair. Vísir/Vilhelm Icelandair tekur tvær Boeing 737 MAX vélar í rekstur á ný í þessum mánuði. Gert er ráð fyrir að TF-ICN sem ber nafnið Mývatn verði nýtt í áætlunarflugi til Kaupmannahafnar mánudaginn 8. mars. Félagið gerir þannig ráð fyrir að nýta allar flugvélategundir sínar í áætlunar- og fraktflugi framvegis, þ.e. Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767. Fyrst um sinn verða MAX vélarnar einungis tvær en gert er ráð fyrir að TF-ICO eða Búlandstindur fari einnig í loftið fljótlega. Vélunum tveimur var nýlega flogið hingað til lands eftir að hafa verið í geymslu á Spáni. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og víðar hafa nú aflétt kyrrsetningu vélanna eftir yfirgripsmikið endursamþykktarferli sem stóð yfir í á annað ár í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra. Að ferlinu komu flugmálayfirvöld um allan heim, sérfræðingar frá Boeing og fjölmörgum flugfélögum, sem og óháðir sérfræðingar, svo sem frá NASA og bandaríska flughernum. „Gerðar hafa verið uppfærslur á vélunum sem tryggja öryggi þeirra, auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar flugmanna,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þar segir að mörg flugfélög hafi þegar tekið MAX vélarnar í notkun og flogið hátt í átta þúsund flug í áætlunarflugi síðan kyrrsetningu þeirra var aflétt. Flugfélög vestanhafs tóku vélarnar í notkun í lok síðasta árs en evrópsk flugfélög um miðjan febrúar á þessu ári. „Á liðnum vikum hefur verið unnið að undirbúningi hjá Icelandair fyrir endurkomu vélanna í flota félagsins. Flugvirkjar Icelandair vinna nú að uppfærslu vélanna í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda. Þá stendur þjálfun flugmanna yfir í þjálfunarsetri félagsins í Hafnarfirði. Þjálfunin er bæði bókleg og í flughermi en Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem býr svo vel að eiga sérstakan Boeing 737 MAX flughermi. Að þessu loknu fara vélarnar í reynsluflug án farþega áður en þær verða formlega teknar í rekstur,“ segir í tilkynningunni. „Félagið leggur áherslu á góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi og kemur gerð vélar sem flogið er með skýrt fram í bókunarferlinu fyrir hvert flug. Þeir sem þegar eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar undir „Ferðin mín“ á vefsíðu félagsins. Icelandair mun sýna þeim farþegum skilning sem kjósa að ferðast með öðrum vélum fyrst um sinn með sveigjanlegum bókunarskilmálum sem verða í boði tímabundið. Hægt er að gera breytingar á bókun án auka kostnaðar séu viðkomandi skilmálar uppfylltir eða fá ferðainneign. Nánari upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar og það ferli sem hefur átt sér stað á liðnum mánuðum má finna á sérstakri upplýsingasíðu Icelandair um MAX vélarnar.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ánægjulegt að komið sé að því að taka 737 MAX vélarnar í notkun á ný. „Okkar færustu sérfræðingar, flugvirkjar og flugmenn, leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir áætlunarflug. Engin flugvélategund í sögunni hefur farið í gegnum jafn ítarlegt rannsóknar- og umbótaferli og við munum leggja okkur fram við að upplýsa farþega um öryggi vélanna. Ég bind miklar vonir við MAX vélarnar – þær eru hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og koma til með að efla leiðakerfi Icelandair, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“ Icelandair Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira
Félagið gerir þannig ráð fyrir að nýta allar flugvélategundir sínar í áætlunar- og fraktflugi framvegis, þ.e. Boeing 737 MAX, Boeing 757 og Boeing 767. Fyrst um sinn verða MAX vélarnar einungis tvær en gert er ráð fyrir að TF-ICO eða Búlandstindur fari einnig í loftið fljótlega. Vélunum tveimur var nýlega flogið hingað til lands eftir að hafa verið í geymslu á Spáni. Flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum, Kanada, Evrópu og víðar hafa nú aflétt kyrrsetningu vélanna eftir yfirgripsmikið endursamþykktarferli sem stóð yfir í á annað ár í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa sem rekja mátti til galla í stýrikerfi þeirra. Að ferlinu komu flugmálayfirvöld um allan heim, sérfræðingar frá Boeing og fjölmörgum flugfélögum, sem og óháðir sérfræðingar, svo sem frá NASA og bandaríska flughernum. „Gerðar hafa verið uppfærslur á vélunum sem tryggja öryggi þeirra, auk þess sem auknar kröfur eru gerðar til þjálfunar flugmanna,“ segir í tilkynningu Icelandair. Þar segir að mörg flugfélög hafi þegar tekið MAX vélarnar í notkun og flogið hátt í átta þúsund flug í áætlunarflugi síðan kyrrsetningu þeirra var aflétt. Flugfélög vestanhafs tóku vélarnar í notkun í lok síðasta árs en evrópsk flugfélög um miðjan febrúar á þessu ári. „Á liðnum vikum hefur verið unnið að undirbúningi hjá Icelandair fyrir endurkomu vélanna í flota félagsins. Flugvirkjar Icelandair vinna nú að uppfærslu vélanna í samræmi við kröfur flugmálayfirvalda. Þá stendur þjálfun flugmanna yfir í þjálfunarsetri félagsins í Hafnarfirði. Þjálfunin er bæði bókleg og í flughermi en Icelandair er eitt fárra flugfélaga í heiminum sem býr svo vel að eiga sérstakan Boeing 737 MAX flughermi. Að þessu loknu fara vélarnar í reynsluflug án farþega áður en þær verða formlega teknar í rekstur,“ segir í tilkynningunni. „Félagið leggur áherslu á góða upplýsingagjöf til viðskiptavina og gagnsæi og kemur gerð vélar sem flogið er með skýrt fram í bókunarferlinu fyrir hvert flug. Þeir sem þegar eiga bókun geta fundið þessar upplýsingar undir „Ferðin mín“ á vefsíðu félagsins. Icelandair mun sýna þeim farþegum skilning sem kjósa að ferðast með öðrum vélum fyrst um sinn með sveigjanlegum bókunarskilmálum sem verða í boði tímabundið. Hægt er að gera breytingar á bókun án auka kostnaðar séu viðkomandi skilmálar uppfylltir eða fá ferðainneign. Nánari upplýsingar um Boeing 737 MAX vélarnar og það ferli sem hefur átt sér stað á liðnum mánuðum má finna á sérstakri upplýsingasíðu Icelandair um MAX vélarnar.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir ánægjulegt að komið sé að því að taka 737 MAX vélarnar í notkun á ný. „Okkar færustu sérfræðingar, flugvirkjar og flugmenn, leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir áætlunarflug. Engin flugvélategund í sögunni hefur farið í gegnum jafn ítarlegt rannsóknar- og umbótaferli og við munum leggja okkur fram við að upplýsa farþega um öryggi vélanna. Ég bind miklar vonir við MAX vélarnar – þær eru hagkvæmari og umhverfisvænni kostur og koma til með að efla leiðakerfi Icelandair, viðskiptavinum okkar til hagsbóta.“
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Sjá meira