Liverpool og United hafa áhuga á staðgengli Bruno Fernandes Sindri Sverrisson skrifar 2. mars 2021 17:45 Pedro Goncalves hefur farið á kostum í vetur. Getty/ Jose Manuel Alvarez Þó að Bruno Fernandes hafi frá fyrsta degi orðið lykilmaður hjá Manchester United við komuna frá Sporting Lissabon hefur portúgalska félagið spjarað sig afar vel án hans. Staðgengill hans hefur raunar komið að fleiri mörkum en Fernandes hafði gert á síðustu leiktíð. BBC fjallar um staðgengilinn , hinn 22 ára gamla Pedero Goncalves, í ítarlegri grein í dag þar sem þess er getið að þessi fyrrverandi leikmaður Wolves sé nú í sigti United og Liverpool. Goncalves hefur skorað 14 mörk það sem af er leiktíð í Portúgal og lagt upp tvö, í 15 deildarleikjum. Fernandes hafði skorað átta mörk og lagt upp sjö í 16 leikjum í fyrra, áður en hann fór til United fyrir 47 milljónir punda. En það sem meira er þá hafa öll mörk Goncalves komið úr opnum leik. Goncalves er líkt og Fernandes portúgalskur, sóknarsinnaður miðjumaður. Hann þykir ekki alveg eins fjölhæfur leikmaður en virðist svo sannarlega kunna þá list að búa til mörk. Með Goncalves fremstan í flokki er Sporting með níu stiga forskot á toppi efstu deildarinnar í Portúgal. Nítján ár eru liðin síðan að liðið varð síðast portúgalskur meistari en með því að fá Goncalves frá Famalicao í ágúst hefur leiðin legið hratt upp á við. Spilaði bara einn leik fyrir Úlfana Eins og fyrr segir gæti Goncalves fylgt á eftir Fernandes til Englands en þar hefur hann búið áður. Eftir að hafa verið hjá Valencia á Spáni árin 2015-2017 fylgdi Pote, eins og hann er kallaður, á eftir Nuno Espirito Santo til Wolves. Hjá Úlfunum fékk Goncalves hins vegar varla neitt tækifæri. Eini leikur hans með aðalliðinu var þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Sheffield Wednesday í deildabikarnum, í ágúst 2018. Í samningi Goncalves við Sporting er hann með klásúlu sem gerir hann falan fyrir 60 miljónir evra. Það er talsvert yfir 6,5 milljónum evra sem Sporting greiddi fyrir hann síðasta sumar, en hugsanlega upphæð sem félög verða reiðubúin að greiða næsta sumar. Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira
BBC fjallar um staðgengilinn , hinn 22 ára gamla Pedero Goncalves, í ítarlegri grein í dag þar sem þess er getið að þessi fyrrverandi leikmaður Wolves sé nú í sigti United og Liverpool. Goncalves hefur skorað 14 mörk það sem af er leiktíð í Portúgal og lagt upp tvö, í 15 deildarleikjum. Fernandes hafði skorað átta mörk og lagt upp sjö í 16 leikjum í fyrra, áður en hann fór til United fyrir 47 milljónir punda. En það sem meira er þá hafa öll mörk Goncalves komið úr opnum leik. Goncalves er líkt og Fernandes portúgalskur, sóknarsinnaður miðjumaður. Hann þykir ekki alveg eins fjölhæfur leikmaður en virðist svo sannarlega kunna þá list að búa til mörk. Með Goncalves fremstan í flokki er Sporting með níu stiga forskot á toppi efstu deildarinnar í Portúgal. Nítján ár eru liðin síðan að liðið varð síðast portúgalskur meistari en með því að fá Goncalves frá Famalicao í ágúst hefur leiðin legið hratt upp á við. Spilaði bara einn leik fyrir Úlfana Eins og fyrr segir gæti Goncalves fylgt á eftir Fernandes til Englands en þar hefur hann búið áður. Eftir að hafa verið hjá Valencia á Spáni árin 2015-2017 fylgdi Pote, eins og hann er kallaður, á eftir Nuno Espirito Santo til Wolves. Hjá Úlfunum fékk Goncalves hins vegar varla neitt tækifæri. Eini leikur hans með aðalliðinu var þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri á Sheffield Wednesday í deildabikarnum, í ágúst 2018. Í samningi Goncalves við Sporting er hann með klásúlu sem gerir hann falan fyrir 60 miljónir evra. Það er talsvert yfir 6,5 milljónum evra sem Sporting greiddi fyrir hann síðasta sumar, en hugsanlega upphæð sem félög verða reiðubúin að greiða næsta sumar.
Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira