Lewis Hamilton segir aðalmarkmið sitt á árinu vera að berjast fyrir jafnrétti Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. mars 2021 07:00 Lewis Hamilton er með fleiri markmið fyrir árið 2021 en að verða heimsmeistari í áttunda skiptið. Clive Mason/Getty Images Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, skrifaði undir eins árs framlengingu á samningi sínum við Mercedes Benz nýverið. Hann er þó með fleiri markmið á árinu en að verða heimsmeistari í áttunda sinn. Í viðtali við Sky Sports sagði Hamilton að hann hafi aðeins skrifað undir eins árs framlengingu því „það hafi ekki verið nein þörf“ á að skipuleggja framtíðina frekar. Þar með gaf hann í skyn að hann gæti skrifað undir stutta samninga í Formúlunni héðan í frá. Hamilton samdi við Mercedes í febrúar eftir að hafa legið undir feldi varðandi hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Hann er að fara taka þátt í sínu 15. tímabili í Formúlu 1 og hefur ekki talað um að leggja stýrið á hilluna en hann virðist ekki vilja skuldbinda sig til lengri tíma. Here's that @LewisHamilton content you ordered. pic.twitter.com/vsBUoQnkG0— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) March 2, 2021 „Við erum uppi á skrítnum tíma og ég vildi bara skrifa undir eins árs framlengingu. Svo getum við bætt við það þegar þar að kemur,“ sagði hinn 36 ára gamli Englendingur. Hamilton stefnir á sinn áttunda heimsmeistaratitil, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður í Formúlu 1 áður. Hann segir þó margt annað skipta máli á komandi tímabili, þá aðallega jafnrétti og baráttuna gegn kynþáttafordómum. „Það er það sem keyrir mig áfram þessa dagana,“ sagði Hamilton um baráttu sína gegn fordómum en bætti að lokum við. „Auðvitað erum við þarna til að vinna, það er það sem við öll hjá Mercedes stefnum á og mitt markmið er að koma til baka með titilinn fyrir þau.“ Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Í viðtali við Sky Sports sagði Hamilton að hann hafi aðeins skrifað undir eins árs framlengingu því „það hafi ekki verið nein þörf“ á að skipuleggja framtíðina frekar. Þar með gaf hann í skyn að hann gæti skrifað undir stutta samninga í Formúlunni héðan í frá. Hamilton samdi við Mercedes í febrúar eftir að hafa legið undir feldi varðandi hvað framtíðin bæri í skauti í sér. Hann er að fara taka þátt í sínu 15. tímabili í Formúlu 1 og hefur ekki talað um að leggja stýrið á hilluna en hann virðist ekki vilja skuldbinda sig til lengri tíma. Here's that @LewisHamilton content you ordered. pic.twitter.com/vsBUoQnkG0— Mercedes-AMG PETRONAS F1 Team (@MercedesAMGF1) March 2, 2021 „Við erum uppi á skrítnum tíma og ég vildi bara skrifa undir eins árs framlengingu. Svo getum við bætt við það þegar þar að kemur,“ sagði hinn 36 ára gamli Englendingur. Hamilton stefnir á sinn áttunda heimsmeistaratitil, eitthvað sem hefur ekki verið gert áður í Formúlu 1 áður. Hann segir þó margt annað skipta máli á komandi tímabili, þá aðallega jafnrétti og baráttuna gegn kynþáttafordómum. „Það er það sem keyrir mig áfram þessa dagana,“ sagði Hamilton um baráttu sína gegn fordómum en bætti að lokum við. „Auðvitað erum við þarna til að vinna, það er það sem við öll hjá Mercedes stefnum á og mitt markmið er að koma til baka með titilinn fyrir þau.“
Formúla Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira