„Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. mars 2021 11:30 Shawn Glover sést hér lengst til vinstri í vörn á móti Stjörnunni í síðasta leik. Vísir/Hulda Margrét Benedikt Guðmundsson, sérfræðingur Domino´s Körfuboltakvölds, þekkir til umboðsmannsins sem er að gera Tindastólsmönnum lífið leitt með því að reyna að selja stjörnuleikmanninn þeirra til annars liðs á miðju tímabili. Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Tindastólsmenn eru líklega að missa sinn besta mann á miðju tímabili og mál Shawn Derrick Glover var til umræðu í Domino´s Körfuboltakvöldi í gær. Stólarnir hafa samið við Flenard Whitfield af því að Shawn Glover vildi ekki taka það út úr samningi sínum að hann gæti yfirgefið félagið hvenær sem er svo framarlega sem annað félag væri tilbúið að borga ákveðna upphæð. „Shawn Glover er að fara frá hliðinu, eða það halda allir,“ hóf Kjartan Atli Kjartansson umræðuna um framtíð Bandaríkjamannsins á Króknum. Shawn Derrick Glover skoraði 29 stig á móti Stjörnunni í síðasta leik og er með 27,5 stig og 7,4 fráköst að meðaltali í tíu deildarleikjum í vetur. „Það er óstaðfest en ég held að það lesi það allir á milli línanna að hann verði ekki áfram. Whitfield verður kominn og þeir eru að missa þarna þvílíkan skorara. Stólarnir vilja halda honum, það er ekki málið,“ sagði Benedikt Guðmundsson. Klippa: Domino´s Körfuboltakvöld: Umræða um mál Shawn Glover hjá Tindastól „Þetta snerist um uppsegjanlegt ákvæði af beggja hálfu. Báðir aðilar gátu sagt samningnum upp með mánaðarfyrirvara,“ sagði Kjartan Atli. „Ég hef verið að eiga við þessa andskotans umboðsmenn í áratugi. Þegar maður er að taka svona leikmann eins og Glover sem hefur sannað sig í stærri deildum heldur en á Íslandi, þá þarf maður í fyrsta lagi að borga þeim vel og svo biðja þeir oftast um klásúlu eða það sé hægt að kaupa þá út. Þannig að þeir geti farið í eitthvað stærra ef það býðst,“ sagði Benedikt. „Ég persónulega segi alltaf nei. Ég hef ekki áhuga á því að fá leikmann sem er að spila fyrir mig á meðan hann er að leita að einhverju öðru. Auðvitað er freistandi að taka svona leikmann og vona síðan bara að þeir verði ekkert keyptir,“ sagði Benedikt. „Þetta er alltaf hættan og sérstaklega þar sem að reglan er að þú megir ekki skipta út Bandaríkjamanni eftir 1. mars sem er þó oftast 1. febrúar. Það er seinna núna af því að mótið byrjaði miklu seinna,“ sagði Benedikt. „Þú ert þá að taka ákveðna áhættu og Stólarnir eru að tryggja sig fyrir þessari áhættu að hann verði bara keyptur út eftir að þeir geti ekki tekið nýjan leikmann í staðinn. Þá ná þeir í Flenard Whitfield og ég skil það að þeir vilji tryggja sig,“ sagði Benedikt. Umboðsmaður Shawn Glover er búinn að bjóða leikmanninn út um allt og líka til liða hér á landi. „Hann er búinn að bjóða hann út um allt og líka hérna. Þetta er galið. Ég veit alveg hvaða umbi þetta er og hann hefur mikið af vafasömum leikmönnum. Hann var til dæmis með Valsarann sem hingað og gerði allt vitlaust síðasta vetur. Hann hætti í hálfleik,“ sagði Benedikt. „Glover er örugglega fínasti náungi en hann sé ekki tilbúinn til að segja. Gleymum þessu ákvæði, ég ætla að vinna titilinn með ykkur. Það segir mér líka svolítið um hann,“ sagði Benedikt. Það má finna allt spjallið um Shawn Glover framtíð á Króknum hér fyrir ofan.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Tindastóll Mest lesið Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Enski boltinn Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira