„Ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að“ Sindri Sverrisson skrifar 5. mars 2021 07:00 Ásdís Hjálmsdóttir harmar að rafíþróttamót sé haldið í Laugardalshöll án þess að fundin hafi verið viðunandi lausn áður fyrir frjálsíþróttafólkið í borginni. Getty/Alexander Hassenstein og David Lee Borgarstjóri, Íslandsstofa og Rafíþróttasamtök Íslands ættu að skammast sín, segir Ólympíufarinn Ásdís Hjálmsdóttir Annerud. Hún harmar að reykvískt frjálsíþróttafólk missi aðstöðu sína í einn og hálfan mánuð vegna stórs rafíþróttamóts í vor. Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík. Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Reykjavík í maí. Mótið fer fram í Laugardalshöll og væntanlegir eru 400 gestir, en þar með missa frjálsíþróttafélögin í Reykjavík æfingaaðstöðu sína í sex vikur án þess að önnur, viðunandi aðstaða sé í boði í borginni. Ásdís lagði spjótið á hilluna síðasta haust eftir að hafa meðal annars farið á þrenna Ólympíuleika. Hún er ómyrk í máli í skrifum sínum á Facebook þar sem hún segir meðal annars: „Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára ferli! Þið afsakið en nú bara get ég ekki haft hljótt.“ Ásdís, sem stóran hluta ferilsins æfði með Ármanni, bætir því við að hún sé afar fegin að vera flutt frá Íslandi og hætt í frjálsum, svo hún þurfi ekki að „taka þátt í þessu rugli lengur“. Skrif hennar má sjá hér að neðan. Þetta er ein mesta óvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Fimmtudagur, 4. mars 2021 Góð lausn virðist ekki í sjónmáli fyrir hundruð iðkenda frjálsra íþrótta í Reykjavík, á öllum aldri, þar á meðal afreksíþróttafólk á borð við Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur og Guðna Val Guðnason sem stefna á Ólympíuleikana í Tókýó. Æfingar síðla kvölds í Kaplakrika og æfingar í verri aðstöðu í Egilshöll virðast helstu lausnirnar sem í boði eru, þar sem viðunandi utanhússaðstaða er ekki í boði í Reykjavík.
Frjálsar íþróttir Rafíþróttir Reykjavík Tengdar fréttir Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01 Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29 Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Enski boltinn Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Enski boltinn Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Golf „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Formúla 1 Fleiri fréttir Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Í beinni: ÍR - Höttur | Geta tekið risastórt skref Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Kolbeinn mætir ósigruðum kappa Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ „Ballerínan“ Curry fyrstur í fjögur þúsund þrista Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Síðasti séns Keflvíkinga: „Menn eiga að njóta“ Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út „Engin draumastaða“ Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Fimm skíðastökkvarar í bann eftir saumaskandalinn Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Sjá meira
Úthýst vegna rafíþróttamóts: „Brýtur mann svolítið mikið niður“ Frjálsíþróttafólk í Reykjavík, sem sumt hefur Ólympíuleikana í Tókýó í sigtinu, missir einu viðunandi aðstöðu sína til æfinga í borginni í sex vikur í vor vegna stórs rafíþróttamóts í Laugardalshöll. 3. mars 2021 11:01
Fjögur hundruð stefna til landsins vegna rafíþróttamóts Eitt stærsta rafíþróttamót heims, League of Legends Mid-Season Invitational, verður haldið í Laugardalshöll í maí. Í framhaldi af því verður í fyrsta skipti haldið alþjóðlegt mót í tölvuleiknum Valorant á sama stað. Framleiðandi leikjanna, Riot Games, staðfesti þetta í dag. Um fjögur hundruð manns munu koma til landsins í tengslum við mótin. 1. mars 2021 21:29