„Stórundarlegt“ að ekki hafi verið brugðist við Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2021 11:59 Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Vísir/vilhelm Bæjarfulltrúi minnihlutans í Seltjarnarnesbæ telur stórundarlegt að bæjaryfirvöld hafi ekki enn brugðist við athugasemdum slökkviliðs vegna brunavarna á Eiðistorgi. Ólýðandi sé að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa. Bærinn segir brunamál á Eiðistorgi í vinnslu. Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að brotalamir væru á brunavörnum á Eiðistorgi sem meðal annars mætti rekja til þaks, sem er í eigu bæjarins. Bærinn hefði ekkert aðhafst þrátt fyrir athugasemdir slökkviliðs. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að eldvarnarhurðir á Eiðistorgi séu í pöntun og reyklosunarbúnaður í skoðun. Verið sé að leita útfærslu og tilboða. Hluti þaksins hafi verið lagfærður fyrir fimm árum. Þá sé öll brunahönnun á Eiðistorgi í ferli. Ekki sé hægt að neita því að brunamál á Eiðistorgi hafi verið mjög lengi í vinnslu hjá bænum. „Ólíðandi“ að eignir bæjarins skemmi eignir bæjarbúa Karl Pétur Jónsson er bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Hann hafði ekki heyrt af málinu fyrr en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir það ekki hafa komið inn á vettvang bæjarstjórnar. „Það er náttúrulega algjörlega ólíðandi að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa, fyrir utan það að bærinn hefur lögbundna skyldu til að bregðast við athugasemdum slökkviliðsins og það er stórundarlegt að það hafi ekki verið gert á einu og hálfu ári,“ segir Karl Pétur. Telurðu tilefni til að bregðast tafarlaust við þessu? „Það er náttúrulega bara skylda þess sem fer með framkvæmdavaldið í bænum að bregðast við þessu og það er bæjarstjórinn og hennar undirmenn sem eru sviðsstjórar á viðeigandi sviðum. Ég veit það er flókið og gæti verið kostnaðarsamt en skylda bæjarins er að bregðast við,“ segir Karl Pétur. Seltjarnarnes Skipulag Slökkvilið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að brotalamir væru á brunavörnum á Eiðistorgi sem meðal annars mætti rekja til þaks, sem er í eigu bæjarins. Bærinn hefði ekkert aðhafst þrátt fyrir athugasemdir slökkviliðs. Ásgerður Halldórsdóttir bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa leitaði eftir því í dag. Einar Már Steingrímsson sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs segir í svari við fyrirspurn fréttastofu að eldvarnarhurðir á Eiðistorgi séu í pöntun og reyklosunarbúnaður í skoðun. Verið sé að leita útfærslu og tilboða. Hluti þaksins hafi verið lagfærður fyrir fimm árum. Þá sé öll brunahönnun á Eiðistorgi í ferli. Ekki sé hægt að neita því að brunamál á Eiðistorgi hafi verið mjög lengi í vinnslu hjá bænum. „Ólíðandi“ að eignir bæjarins skemmi eignir bæjarbúa Karl Pétur Jónsson er bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi. Hann hafði ekki heyrt af málinu fyrr en í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær og segir það ekki hafa komið inn á vettvang bæjarstjórnar. „Það er náttúrulega algjörlega ólíðandi að eignir bæjarins séu að valda skemmdum á eignum bæjarbúa, fyrir utan það að bærinn hefur lögbundna skyldu til að bregðast við athugasemdum slökkviliðsins og það er stórundarlegt að það hafi ekki verið gert á einu og hálfu ári,“ segir Karl Pétur. Telurðu tilefni til að bregðast tafarlaust við þessu? „Það er náttúrulega bara skylda þess sem fer með framkvæmdavaldið í bænum að bregðast við þessu og það er bæjarstjórinn og hennar undirmenn sem eru sviðsstjórar á viðeigandi sviðum. Ég veit það er flókið og gæti verið kostnaðarsamt en skylda bæjarins er að bregðast við,“ segir Karl Pétur.
Seltjarnarnes Skipulag Slökkvilið Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sjá meira