Ný gögn staðfesta grunsemdir um að kvikan sé komin ansi nálægt yfirborði Eiður Þór Árnason skrifar 5. mars 2021 16:59 Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur og deildarforseti Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands. Almannavarnir „Það sem þessir nýju líkanreikningar sýna okkur er að kvikan hefur náð ansi nálægt yfirborði í þessum kvikugangi og þetta er nánast lóðréttur kvikugangur sem liggur þarna á svæðinu milli Fagradalsfjalls og Keilis,“ segir Freysteinn Sigmundsson, jarðeðlisfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Líklegt er að kvikan hafi náð upp á allt að tveggja kílómetra dýpi í jarðskorpunni. Freysteinn sat fund vísindaráðs almannavarna í hádeginu þar sem meðal annars var farið yfir nýjustu mæligögn og líkanreikninga. Hann segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við það sem talað var um í gær og að virknin haldi áfram á svipuðum nótum. Nú sé hins vegar komin skýrari mynd á stöðuna. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort kvikan komist upp úr jarðskorpunni og á yfirborðið en núverandi ástand kallar á áframhaldandi aðgæslu á svæðinu, að sögn Freysteins. Í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna sem barst á sjötta tímanum segir að engar vísbendingar séu um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Að sögn Freysteins benda líkönin til að kvikugangurinn sé mögulega um fimm kílómetrar að lengd frá suðvestri í norðaustur, frá Fagradalsfjalli að Keili, um einn metri að þykkt og nái frá tveggja kílómetra dýpi og niður á fimm kílómetra dýpi. Minna hefur verið um stóra skjálfta að undanförnu en Freysteinn segir mikilvægt að fylgjast vel með, sérstaklega ef aftur mælist óróapúls eða jarðskjálftavirkni breytist snögglega. Óvissan liggi í því hve mikil kvika komist fyrir Freysteinn segir stóru óvissuna felast í því hvað það rúmast mikið af bergkviku ofan í jarðskorpunni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Óvissan er svona mikil vegna þess að flekahreyfingarnar hafa teygt á jarðskorpunni yfir síðustu áratugi og jafnvel árhunduði og við vitum ekki hvað hefur losnað um spennu á fyrri öldum á svæðinu. Svo kannski er pláss til að koma meiri kviku þar fyrir eftir spennulosunina sem kemur til vegna flekahreyfinganna.“ Heilt yfir segir Freysteinn að staðan sé nokkuð óbreytt en nýju gögnin staðfesti fyrri túlkanir vísindamanna og sé frekari staðfesting á því að kvikan hafi komist þetta nálægt yfirborði. „Jarðskorpuhreyfingarnar og jarðskjálftarnir halda áfram sem segir okkur að kvikugangurinn er enn í þróun og það er ný kvika komin í hann. Það er erfitt að segja til um framhaldið en það er lykilatriði að þessi mikla vöktun sem er komin í gang haldi áfram,“ segir Freysteinn. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48 Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
Freysteinn sat fund vísindaráðs almannavarna í hádeginu þar sem meðal annars var farið yfir nýjustu mæligögn og líkanreikninga. Hann segir að niðurstöðurnar séu í samræmi við það sem talað var um í gær og að virknin haldi áfram á svipuðum nótum. Nú sé hins vegar komin skýrari mynd á stöðuna. Enn er ekki hægt að segja til um það hvort kvikan komist upp úr jarðskorpunni og á yfirborðið en núverandi ástand kallar á áframhaldandi aðgæslu á svæðinu, að sögn Freysteins. Í tilkynningu frá vísindaráði almannavarna sem barst á sjötta tímanum segir að engar vísbendingar séu um að kvika færist hratt nær yfirborði á Reykjanesskaga og telur vísindaráðið ekki miklar líkur á eldgosi á meðan það ástand varir. Að sögn Freysteins benda líkönin til að kvikugangurinn sé mögulega um fimm kílómetrar að lengd frá suðvestri í norðaustur, frá Fagradalsfjalli að Keili, um einn metri að þykkt og nái frá tveggja kílómetra dýpi og niður á fimm kílómetra dýpi. Minna hefur verið um stóra skjálfta að undanförnu en Freysteinn segir mikilvægt að fylgjast vel með, sérstaklega ef aftur mælist óróapúls eða jarðskjálftavirkni breytist snögglega. Óvissan liggi í því hve mikil kvika komist fyrir Freysteinn segir stóru óvissuna felast í því hvað það rúmast mikið af bergkviku ofan í jarðskorpunni áður en hún kemur upp á yfirborðið. „Óvissan er svona mikil vegna þess að flekahreyfingarnar hafa teygt á jarðskorpunni yfir síðustu áratugi og jafnvel árhunduði og við vitum ekki hvað hefur losnað um spennu á fyrri öldum á svæðinu. Svo kannski er pláss til að koma meiri kviku þar fyrir eftir spennulosunina sem kemur til vegna flekahreyfinganna.“ Heilt yfir segir Freysteinn að staðan sé nokkuð óbreytt en nýju gögnin staðfesti fyrri túlkanir vísindamanna og sé frekari staðfesting á því að kvikan hafi komist þetta nálægt yfirborði. „Jarðskorpuhreyfingarnar og jarðskjálftarnir halda áfram sem segir okkur að kvikugangurinn er enn í þróun og það er ný kvika komin í hann. Það er erfitt að segja til um framhaldið en það er lykilatriði að þessi mikla vöktun sem er komin í gang haldi áfram,“ segir Freysteinn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36 Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39 Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48 Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Fleiri fréttir Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Sjá meira
„Skjálftavirknin sýnir að þetta er ekkert búið” Skjálftavirknin á Reykjanesskaga sýnir að þetta er ekki búið, segir jarðeðlisfræðingur. Ekki eru merki um að gos séu að hefjast í dag en ómögulegt að spá fyrir um næstu daga. Um þúsund skjálftar hafa mælst frá miðnætti. 5. mars 2021 11:36
Skjálftavirknin færst aftur að Fagradalsfjalli Jarðskjálftavirknin á Reykjanesskaga er nú aftur að mestu bundin við Fagradalsfjall eftir að hún færði sig meira í átt til Grindavíkur og Bláa lónsins í gærkvöldi. 5. mars 2021 06:39
Molnaði úr veggjum í skjálftanum: „Fannst eins og sprengju hefði verið varpað á húsið“ Steypa molnaði úr veggjum og ryk féll úr lofti HS-orkuhallarinnar í Grindavík eftir jarðskjálfta upp á 4,2 sem reið yfir klukkan 19:14 í kvöld, einni mínútu áður en flautað var til leiks í viðureign Grindavíkur og Hattar í Domino‘s deildinni í körfubolta. 4. mars 2021 22:48
Ný hraunflæðispá: Fjögur svæði þar sem gos gæti komið upp Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur birt nýja hraunflæðispá þar sem miðað er við þróun jarðhræringanna á Reykjanesi frá því í nótt. Spáin gerir nú ráð fyrir fjórum svæðum þar sem eldgos gæti komið upp. 4. mars 2021 19:42