Íslandspóstur íhugar að hætta að bera út bréf Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. mars 2021 09:36 Ekki er útilokað að Íslandspóstur breytist hægt og rólega úr bréfsendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki en sú þróun er þegar hafin. Vísir/Vilhelm Ein leiðin sem hægt væri að fara ef ganga á lengra í hagræðingu hjá Íslandspósti kæmi til greina að hætta að bera bréf inn um hverja lúgu. Þetta segir Þórhildur Ólöf Helgadóttir, forstjóri Íslandspóst, í Morgunblaðinu í dag. Í samtali við blaðið segir Þórhildur að hagræðing fyrirtækisins sé komin að þolmörkum en ef gengið yrði lengra þyrfti að breyta þjónustuskyldunni. Gríðarlegur samdráttur hafi verið á magni bréfa en samdrátturinn minnkaði til að mynda um 37% í janúar. Viðsnúningur var á rekstri Íslandspósts í fyrra sem hagnaðist um 104 milljónir króna samanborið við 511 milljóna króna tap árið 2019. Þannig jókst afkoma félagsins um 615 milljónir króna milli ára en á sama tíma drógust rekstrartekjur saman um 288 milljónir frá 2019 og námu í fyrra 7.457 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandspósts sem kynntur var á aðalfundi félagsins í gær og fjallað var um á Vísi. Haft var eftir Þórhildi í tilkynningu vegna málsins í gær að þrátt fyrir þann góða árangur sem hafi náðst sé félagið ekki komið á lygnan sjó. „Þessar breytingar eru fyrirséðar og hefur mikil vinna farið í að móta og skipuleggja Íslandspóst til framtíðar með þetta í huga. Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 12:08: Í yfirlýsingu frá Íslandspósti er áréttað að félagið geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að hætta dreifingu á bréfum. „Í viðtalinu var einungis verið að velta upp leiðum sem ríkið gæti farið til að lækka kostnaðargrundvöll á alþjónustu, sem myndi þá einnig leiða til lægri kostnaðar alþjónustuveitanda, í þessu tilfelli Íslandspóst. Allar svona ákvarðanir verða að vera teknar af stjórnvöldum en Íslandspóstur vinnur eftir settum lögum og reglum,“ segir í yfirlýsingunni. Pósturinn Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Í samtali við blaðið segir Þórhildur að hagræðing fyrirtækisins sé komin að þolmörkum en ef gengið yrði lengra þyrfti að breyta þjónustuskyldunni. Gríðarlegur samdráttur hafi verið á magni bréfa en samdrátturinn minnkaði til að mynda um 37% í janúar. Viðsnúningur var á rekstri Íslandspósts í fyrra sem hagnaðist um 104 milljónir króna samanborið við 511 milljóna króna tap árið 2019. Þannig jókst afkoma félagsins um 615 milljónir króna milli ára en á sama tíma drógust rekstrartekjur saman um 288 milljónir frá 2019 og námu í fyrra 7.457 milljónum króna í fyrra. Þetta kemur fram í ársreikningi Íslandspósts sem kynntur var á aðalfundi félagsins í gær og fjallað var um á Vísi. Haft var eftir Þórhildi í tilkynningu vegna málsins í gær að þrátt fyrir þann góða árangur sem hafi náðst sé félagið ekki komið á lygnan sjó. „Þessar breytingar eru fyrirséðar og hefur mikil vinna farið í að móta og skipuleggja Íslandspóst til framtíðar með þetta í huga. Segja má að fyrirtækið hafi á síðustu árum verið að breytast úr bréfasendingafyrirtæki í pakkadreifingarfyrirtæki,“ segir í tilkynningunni. Uppfært klukkan 12:08: Í yfirlýsingu frá Íslandspósti er áréttað að félagið geti ekki tekið einhliða ákvörðun um að hætta dreifingu á bréfum. „Í viðtalinu var einungis verið að velta upp leiðum sem ríkið gæti farið til að lækka kostnaðargrundvöll á alþjónustu, sem myndi þá einnig leiða til lægri kostnaðar alþjónustuveitanda, í þessu tilfelli Íslandspóst. Allar svona ákvarðanir verða að vera teknar af stjórnvöldum en Íslandspóstur vinnur eftir settum lögum og reglum,“ segir í yfirlýsingunni.
Pósturinn Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun