Telur að Rashford þurfi á aðgerð að halda eftir Evrópumótið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. mars 2021 12:30 Marcus Rashford er að glíma við meiðsli þessa dagana. Simon Stacpoole/Getty Images Henry Winter, einn virtasti blaðamaður Bretlandseyja þegar kemur að knattspyrnu, telur að Marcus Rashford sé að glíma við meiðsli á öxl og þurfi að fara í aðgerð þegar Evrópumótinu í sumar lýkur. Þetta kemur fram í tísti sem Winter birti á dögunum. „Manchester United er með sérstakan leikmann í Marcus Rahford en hann er að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl og þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf ýta líkama sínum út á ystu mörk, sama hversu mikinn verk hann er með vegna þess að hann elskar að spila fótbolta og hann elskar United en hann þarf á hvíld að halda,“ segir í tísti Winter. Manchester United have a very special talent in Marcus Rashford, who is playing with a shoulder injury that might need an operation post-Euros. Rashford will always push his body, whatever the discomfort, because he loves playing and he loves United. But he needs a break. #mufc— Henry Winter (@henrywinter) March 4, 2021 Á síðustu leiktíð spilaði Rashford í gegnum gríðarlegan verk í baki. Það endaði með því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Wolves þann 15. janúar 2020 en þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðslanna. Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United – var í kjölfarið gagnrýndur fyrir að spila leikmanni sem var langt frá því að vera leikfær. Rashford átti að vera frá það sem eftir lifði tímabils en vegna kórónufaraldursins var ensku deildinni frestað og því náði Rashford síðustu leikjum liðsins er deildin fór aftur af stað. Á endanum missti Rashford aðeins af sjö leikjum. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Rashford hefur ekki verið líkur sjálfum sér í undanförnum leikjum er Man Utd hefur hikstað verulega. Ef til vill spila meiðslin þar inn í en svo virðist sem Solskjær treysti ekki liði sínu til að spila án enska landsliðsmannsins sem hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta í þeim 27 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þá skoraði Rashford sex mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu, eitt í þremur leikjum til þessa í FA-bikarnum ásamt því að leggja upp tvö og að lokum eitt í tveimur leikjum í Evrópudeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira
„Manchester United er með sérstakan leikmann í Marcus Rahford en hann er að spila þrátt fyrir að vera meiddur á öxl og þarf að öllum líkindum að fara í aðgerð eftir EM. Rashford mun alltaf ýta líkama sínum út á ystu mörk, sama hversu mikinn verk hann er með vegna þess að hann elskar að spila fótbolta og hann elskar United en hann þarf á hvíld að halda,“ segir í tísti Winter. Manchester United have a very special talent in Marcus Rashford, who is playing with a shoulder injury that might need an operation post-Euros. Rashford will always push his body, whatever the discomfort, because he loves playing and he loves United. But he needs a break. #mufc— Henry Winter (@henrywinter) March 4, 2021 Á síðustu leiktíð spilaði Rashford í gegnum gríðarlegan verk í baki. Það endaði með því að hann kom inn af bekknum í leik gegn Wolves þann 15. janúar 2020 en þurfti að fara af velli skömmu síðar vegna meiðslanna. Ole Gunnar Solskjær – þjálfari Manchester United – var í kjölfarið gagnrýndur fyrir að spila leikmanni sem var langt frá því að vera leikfær. Rashford átti að vera frá það sem eftir lifði tímabils en vegna kórónufaraldursins var ensku deildinni frestað og því náði Rashford síðustu leikjum liðsins er deildin fór aftur af stað. Á endanum missti Rashford aðeins af sjö leikjum. Hann skoraði 17 mörk og lagði upp níu í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Rashford hefur ekki verið líkur sjálfum sér í undanförnum leikjum er Man Utd hefur hikstað verulega. Ef til vill spila meiðslin þar inn í en svo virðist sem Solskjær treysti ekki liði sínu til að spila án enska landsliðsmannsins sem hefur skorað níu mörk og lagt upp önnur átta í þeim 27 deildarleikjum sem hann hefur spilað á leiktíðinni. Þá skoraði Rashford sex mörk í sex leikjum í Meistaradeild Evrópu, eitt í þremur leikjum til þessa í FA-bikarnum ásamt því að leggja upp tvö og að lokum eitt í tveimur leikjum í Evrópudeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Chelsea | Bláliðar hafa byrjað vel Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Sjá meira