Solskjær hrósaði sínum mönnum í hástert að leik loknum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. mars 2021 19:11 Ole Gunnar Solskjær sveif um á bleiku skýi að leik loknum í dag. Getty/Rui Vieira Ole Gunar Solskjær gat vart verið stoltari af sínum mönnum er hann mætti í viðtal eftir 2-0 sigur Manchester United á Manchester City í ensku úrvalsdeildinni í dag. Fyrsta tap City síðan í nóvember á síðasta ári. „Frábærlega. Við byrjuðum leikinn vel fyrstu 10-15 mínútur en það sem eftir lifði fyrri hálfleik vorum við of mikið að verja fenginn hlut. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá skapa þau sér á endanum færi. Við þurfum að komast inn í hálfleikinn til að endurskipuleggja okkur,“ sagði Solskjær beint eftir leik. „Annað markið var frábært. Luke Shaw sýndi hvað í honum býr. Það var tvísýnt í morgun hvort hann myndi ná leiknum og þurfti að standast þrekpróf til að fá að spila. Þvílík frammistaða.“ „Mér fannst við verjast virkilega vel, svo vorum við líkari okkur sjálfum fram á við. Við urðum að verjast vel. Ekkert lið í heiminum á möguleika gegn Manchester City án þess að spila sem ein liðsheild.“ „Anthony Martial var maður leiksins og það var enn tvísýnna með hvort hann myndi ná leiknum heldur en Luke. Þetta var sá Martial sem við þekkjum. Var ekki viss hvort hann gæti spilað þegar það voru aðeins tveir tímar í leik. Gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd.“ Þá hrósaði þjálfarinn einnig Dean Henderson sem lék í marki Man United í dag þar sem David De Gea er á Spáni þar sem unnusta hans eignaðist nýverið þeirra fyrsta barn. „Manchester City er svo langt á undan okkur að við getum ekki hugsað um neitt annað en að vinna okkar leiki og vera betri á þessari leiktíð en þeirri síðustu. Við vorum í þriðja sæti þá svo við viljum lyfta okkur upp töfluna,“ sagði Solskjær að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51 Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
„Frábærlega. Við byrjuðum leikinn vel fyrstu 10-15 mínútur en það sem eftir lifði fyrri hálfleik vorum við of mikið að verja fenginn hlut. Stundum þegar þú verst gegn sterkum liðum þá skapa þau sér á endanum færi. Við þurfum að komast inn í hálfleikinn til að endurskipuleggja okkur,“ sagði Solskjær beint eftir leik. „Annað markið var frábært. Luke Shaw sýndi hvað í honum býr. Það var tvísýnt í morgun hvort hann myndi ná leiknum og þurfti að standast þrekpróf til að fá að spila. Þvílík frammistaða.“ „Mér fannst við verjast virkilega vel, svo vorum við líkari okkur sjálfum fram á við. Við urðum að verjast vel. Ekkert lið í heiminum á möguleika gegn Manchester City án þess að spila sem ein liðsheild.“ „Anthony Martial var maður leiksins og það var enn tvísýnna með hvort hann myndi ná leiknum heldur en Luke. Þetta var sá Martial sem við þekkjum. Var ekki viss hvort hann gæti spilað þegar það voru aðeins tveir tímar í leik. Gæti ekki verið ánægðari fyrir hans hönd.“ Þá hrósaði þjálfarinn einnig Dean Henderson sem lék í marki Man United í dag þar sem David De Gea er á Spáni þar sem unnusta hans eignaðist nýverið þeirra fyrsta barn. „Manchester City er svo langt á undan okkur að við getum ekki hugsað um neitt annað en að vinna okkar leiki og vera betri á þessari leiktíð en þeirri síðustu. Við vorum í þriðja sæti þá svo við viljum lyfta okkur upp töfluna,“ sagði Solskjær að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir „Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51 Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25 Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
„Snýst ekki aðeins um að vinna City, snýst um að vinna alla leiki“ Sigurreifur Bruno Fernandes var eðlilega mjög sáttur er hann mætti í viðtal að loknum 2-0 sigri Manchester United á Manchester City á Etihad-vellinum í dag. 7. mars 2021 18:51
Man United stöðvaði sigurgöngu nágranna sinna | Þriðji sigurleikurinn í röð á Etihad Manchester United batt enda á ótrúlega sigurgöngu Manchester City með 2-0 sigri á Etihad-vellinum í dag. Man City hafði ekki tapað leik síðan það tapaði gegn Tottenham Hotspur þann 21. nóvember. 7. mars 2021 18:25
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti