„Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. mars 2021 10:30 Amanda Nunes með dóttur sinni Reagan eftir bardagann í nótt. Getty/Chris Unger 32 ára brasilísk bardagakona hefur algjöra yfirburði í sínum þyngdarflokki í UFC og hún varar aðrar við því að fjölgun í fjölskyldunni hennar boði bara eitt. Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) MMA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Hin magnaða Amanda Nunes varði léttvigtartitilinn sinn í UFC með sannfærandi sigri á Megan Anderson á UFC 259 um helgina. Hún bræddi líka mörg hjörtu, og þar á meðal hjarta mótherjans Megans, þegar hún fékk barnið sitt í fangið strax eftir bardagann. Amanda Nunes bætti enn einum sigri við glæsilega ferilskrá sína um helgina en hún hefur nú unnið níu titilbardaga á ferlinum og á þeim tíma hefur hún fellt alla meistara sögunnar í kvennaflokki í fjaðurvigt eða fluguvigt. Það efast enginn um það lengur að þessi frábæra bardagakona er sú besta í sögunni. Hún varaði líka væntanlega mótherja sína við eftir sigurinn á Megan Anderson um helgina. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw) „Markmiðið var að enda bardagann nákvæmlega svona. Ég er hér og það er ekki mér að kenna að ég hef þess yfirburði. Ég veit að það eru margar stelpur þarna úti sem vilja fá þetta tækifæri. Hver vill koma næst?,“ sagði Amanda Nunes kokhraust eftir bardagann. Nunes og eiginkona hennar Nina Ansaroff, sem er einn bardagakona í UFC, eignuðust saman dóttur undir lok síðasta árs og heitir hún Raegan. Raegan var mætt inn í búrið strax eftir bardagann og komin í fangið á mömmu sinni. Dóttirin var líka ofarlega í huga Amöndu í viðtali eftir bardagann. „Ljónynjan er alltaf hættuleg en þegar hún er orðin móðir þá getur enginn stoppað hana. Ekki nokkurn tímann. Ég er hættulegri með dóttur mína svo að það getur enginn stoppað mig,“ sagði Amanda Nunes. Hún bræddi hjörtu margra þegar hún var með dóttur sína í fanginu eftir bardagann og eitt af þeim hjörtum var hjá umræddri Megan Anderson sem sú brasilíska hafði pakkað saman í hringnum stuttu áður. Úr varð mjög falleg stund eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by espnW (@espnw)
MMA Mest lesið Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Mættur aftur tuttugu árum seinna Körfubolti „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ Íslenski boltinn Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum Íslenski boltinn „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ Fótbolti „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington „Auðvitað skoraði Orri, hann skorar alls staðar“ FH leysir loks úr markmannsmálunum Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn