Um 1300 manns skráðir í skimun Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. mars 2021 10:58 Búast má við svipuðu álagi á heilsugæslunni í dag vegna skimana fyrir kórónuveirunni og var í þeim bylgjum faraldursins sem gengið hafa yfir síðasta árið. Vísir/Vilhelm Von er á að minnsta kosti um 1300 manns í skimun fyrir kórónuveirunni í dag hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Þar á meðal eru að öllum líkindum flestir ef ekki allir þeirra 800 gesta sem sóttu tónleika Víkings Heiðars Ólafssonar, píanóleikara, í Hörpu á föstudagskvöld. Á laugardag greindist starfsmaður Landspítalans með veiruna en hann hafði sótt umrædda tónleika kvöldið áður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslunni, segir þann fjölda sem von er á í dag í sýnatöku heldur meiri en undanfarna daga. Álagið sé hins vegar viðráðanlegt og svolítið svipað og í þeim bylgjum smita sem gengið hafa yfir í faraldrinum hingað til. „Þannig að við ráðum vel við þetta,“ segir Ragnheiður í samtali við fréttastofu. Öll sýni sem tekin voru í gær vegna tveggja innanlandssmita sem greindust utan sóttkvíar um helgina reyndust neikvæð. Um er að ræða sýni sem tekin voru hjá starfsfólki Landspítalans og í kringum þá tvo sem smituðust innanlands. Sá smitaði sem starfar á Landspítalanum vinnur á göngudeild lyflækninga A3. Á deildinni er veitt göngudeildarþjónusta vegna gigtar-, innkirtla-, lungna-, ofnæmis, og smitsjúkdóma í kjölfar sjúkrahúslegu. Starfsmaðurinn hafði ekki fengið bólusetningu. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, sagði í samtali við Vísi í gær að tiltölulega fáir starfsmenn á þessari deild hefðu fengið bólusetningu. Þá hefðu ekki allir starfsmenn deildarinnar verið skilgreindir sem framlínustarfsmenn. Sagðist hann vonast til að hægt yrði að bólusetja starfsmenn deildarinnar hraðar til að draga úr líkum á því að starfsfólk getið borið smit í sjúklinga. Aðspurð hvort borist hefði beiðni til heilsugæslunnar um að bólusetja fleiri starfsmenn spítalans í ljósi smitsins sem kom upp um helgina segir Ragnheiður: „Við höfum ekki fengið þá beiðni, nei, en munum alveg skoða það ef það kæmi til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsugæsla Harpa Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira