Stuðningsmenn Liverpool geta andað léttar: Klopp tekur ekki við þýska landsliðinu í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2021 14:17 Jürgen Klopp talar við Sadio Mane, leikmann Liverpool, fyrir einn leik liðsins á dögunum. EPA-EFE/Laurence Griffiths Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tók af allan ef á blaðamannafundi sínum í dag. Hann er ekki að fara að taka við þýska landsliðinu af Joachim Löw. Í dag var það gert opinbert að Joachim Löw ætli að hætta með þýska landsliðið eftir EM í sumar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að menn voru fljótir að orða einn annan þýskan stjóra við starfið. Það hefur lítið gengið hjá Liverpool á þessu tímabili og um leið að fréttist af því að þýska landsliðsþjálfarastarfið myndi losna í haust þá fóru sumir að velta því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp myndi hætta með Liverpool og taka við þýska landsliðinu. "If I'm available for the job of German national coach in the summer? No."Jurgen Klopp when asked about a potential link to the German head coach role after Joachim Low announced he is leaving pic.twitter.com/eBOJARPOZU— Football Daily (@footballdaily) March 9, 2021 Stuðningsmenn Liverpool geta nú andað léttar því Klopp þvertók fyrir það á blaðamannafundi sínum í dag að hann væri að fara að taka við þýska landsliðinu í sumar. „Mun ég taka við þýska landsliðinu í sumar? Nei,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi í dag en fram undan er Meistaradeildarleikur á móti þýska liðinu RB Leipzig. „Joachim Löw hefur unnið magnað starf. Það mun einhver annar en ég taka við starfinu hans og miðað við allan þann fjölda góðra stjóra sem Þýskaland á þá er ég viss um að þýska sambandið finnur góðan mann í starfið,“ sagði Klopp. BREAKING | #LFC manager Jurgen Klopp has ruled himself out of taking on the Germany job...Joachim Low announced this morning that he will be stepping down from his position as Germany manager after #EURO2020.More from @JamesPearceLFC & @honigsteinhttps://t.co/g5wu28k3GV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 9, 2021 „Ég á enn þrjú ár eftir af samningi mínum hjá Liverpool, er ekki svo? Þetta er einfalt. Þú skrifar undir samning og stendur við hann. Ég stóð við samningana mína hjá bæði Mainz og Dortmund,“ sagði Klopp. Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira
Í dag var það gert opinbert að Joachim Löw ætli að hætta með þýska landsliðið eftir EM í sumar. Það þarf ekki að koma neinum á óvart að menn voru fljótir að orða einn annan þýskan stjóra við starfið. Það hefur lítið gengið hjá Liverpool á þessu tímabili og um leið að fréttist af því að þýska landsliðsþjálfarastarfið myndi losna í haust þá fóru sumir að velta því fyrir sér hvort að Jürgen Klopp myndi hætta með Liverpool og taka við þýska landsliðinu. "If I'm available for the job of German national coach in the summer? No."Jurgen Klopp when asked about a potential link to the German head coach role after Joachim Low announced he is leaving pic.twitter.com/eBOJARPOZU— Football Daily (@footballdaily) March 9, 2021 Stuðningsmenn Liverpool geta nú andað léttar því Klopp þvertók fyrir það á blaðamannafundi sínum í dag að hann væri að fara að taka við þýska landsliðinu í sumar. „Mun ég taka við þýska landsliðinu í sumar? Nei,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi í dag en fram undan er Meistaradeildarleikur á móti þýska liðinu RB Leipzig. „Joachim Löw hefur unnið magnað starf. Það mun einhver annar en ég taka við starfinu hans og miðað við allan þann fjölda góðra stjóra sem Þýskaland á þá er ég viss um að þýska sambandið finnur góðan mann í starfið,“ sagði Klopp. BREAKING | #LFC manager Jurgen Klopp has ruled himself out of taking on the Germany job...Joachim Low announced this morning that he will be stepping down from his position as Germany manager after #EURO2020.More from @JamesPearceLFC & @honigsteinhttps://t.co/g5wu28k3GV— The Athletic UK (@TheAthleticUK) March 9, 2021 „Ég á enn þrjú ár eftir af samningi mínum hjá Liverpool, er ekki svo? Þetta er einfalt. Þú skrifar undir samning og stendur við hann. Ég stóð við samningana mína hjá bæði Mainz og Dortmund,“ sagði Klopp.
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn „Heyri í mínum mönnum í FCK“ Fótbolti „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ Fótbolti Selvén aftur í Vestra Íslenski boltinn „Svekktur og stoltur á sama tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast Fótbolti Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Fótbolti McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Fleiri fréttir Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Nýtt útlit hjá Guardiola Nýtt undrabarn hjá Arsenal Flúraði sig til minningar um Jota Flýr Ten Hag og semur við Sunderland Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjá meira