Upptökur sýna hvað gerðist í Sundhöllinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. mars 2021 14:39 Maðurinn fannst látinn í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Reykjavíkurborg Upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöll Reykjavíkur sýna hvað gerðist í aðdraganda andláts ungs manns, sem fannst látinn á botni laugarinnar 21. janúar síðastliðinn. Þá staðfesta upptökurnar að maðurinn lá á botninum í rúmar sex mínútur, að sögn lögreglu. Maðurinn sem lést hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann starfaði hjá geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var í sundi með skjólstæðingi sínum þegar hann fannst meðvitundarlaus í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann var síðar úrskurðaður látinn. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé beðið niðurstöðu úr krufningu. Hann býst við að hún liggi fyrir innan skamms. Þá er búið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöllinni umræddan dag. Guðmundur getur ekki gefið upp hvað nákvæmlega upptökurnar sýna. Hann segir þó að upptökurnar varpi ljósi á atburðarásina og sýni hvað gerðist í aðdraganda andlátsins. Ekki sé hins vegar hægt að ráða af upptökunum hvernig maðurinn lést. Það þurfi niðurstöður úr krufningu að leiða í ljós. Rúmar sex mínútur Fram hefur komið í máli Guðna Heiðars Guðnasonar, föður mannsins sem lést, að sonur hans hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur. Guðmundur segir að upptökurnar staðfesti að maðurinn hafi legið á botninum í þennan tíma, og rúmlega það. Þegar er búið að ræða við vitni og laugarverði sem voru á vakt umræddan dag. Guðmundur staðfestir að svo virðist ekki vera sem laugarverðir hafi tekið eftir því að eitthvað hafi verið að. Inntur eftir því hvers vegna það hafi verið kveðst Guðmundur ekki vilja tjá sig um það. Verið sé að rannsaka þetta og „allir hlutir“ skoðaðir. Sundlaugar Lögreglumál Reykjavík Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18 „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Maðurinn sem lést hét Guðni Pétur Guðnason og var 31 árs. Hann starfaði hjá geðþjónustu Reykjavíkurborgar og var í sundi með skjólstæðingi sínum þegar hann fannst meðvitundarlaus í innilaug Sundhallar Reykjavíkur. Hann var síðar úrskurðaður látinn. Guðmundur Páll Jónsson lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að enn sé beðið niðurstöðu úr krufningu. Hann býst við að hún liggi fyrir innan skamms. Þá er búið að fara yfir upptökur úr öryggismyndavélum í Sundhöllinni umræddan dag. Guðmundur getur ekki gefið upp hvað nákvæmlega upptökurnar sýna. Hann segir þó að upptökurnar varpi ljósi á atburðarásina og sýni hvað gerðist í aðdraganda andlátsins. Ekki sé hins vegar hægt að ráða af upptökunum hvernig maðurinn lést. Það þurfi niðurstöður úr krufningu að leiða í ljós. Rúmar sex mínútur Fram hefur komið í máli Guðna Heiðars Guðnasonar, föður mannsins sem lést, að sonur hans hafi legið á botni sundlaugarinnar í sex mínútur. Guðmundur segir að upptökurnar staðfesti að maðurinn hafi legið á botninum í þennan tíma, og rúmlega það. Þegar er búið að ræða við vitni og laugarverði sem voru á vakt umræddan dag. Guðmundur staðfestir að svo virðist ekki vera sem laugarverðir hafi tekið eftir því að eitthvað hafi verið að. Inntur eftir því hvers vegna það hafi verið kveðst Guðmundur ekki vilja tjá sig um það. Verið sé að rannsaka þetta og „allir hlutir“ skoðaðir.
Sundlaugar Lögreglumál Reykjavík Banaslys í Sundhöll Reykjavíkur Tengdar fréttir Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18 „Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45 Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Sjá meira
Sundhöllin er með skynjara sem sendir viðbragð ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni sundlaugar Sundhöll Reykjavíkur er með eftirlitskerfi í innilaug sem sendir frá sér viðvörun ef manneskja liggur hreyfingarlaus á botni laugarinnar. Fyrirtækið Swimeye sem selur búnaðinn segir búnaðinn bregðast fyrr við en sundlaugarverðir. Faðir manns sem lést eftir að hafa legið á botni sundlaugarinnar á fimmtudag veltir fyrir sér hvað fór úrskeiðis. 26. janúar 2021 13:18
„Hann var einfaldlega perla þessi drengur“ Faðir mannsins sem lést í Sundhöll Reykjavíkur á fimmtudaginn segir hann hafa verið afar hraustan og slysið skilji eftir sig ótal spurningar. Sonur hans hafi legið á botni laugarinnar í sex mínútur áður en endurlífgunartilraunir hófust. Hann segist ekki vilja finna sökudólga, aðeins fá svör. 25. janúar 2021 19:45
Segja laugaverði hafa verið á sínum stað þegar slysið varð Laugarverðir voru í sal og turni Sundhallarinnar þegar 31 árs karlmaður fannst þar á botni sundlaugar á fimmtudag, að sögn íþrótta- og tómstundasviðs Reykjavíkur. Maðurinn var síðar úrskurðaður látinn en að sögn föður hans hafði hann legið í um sex mínútur á botni laugarinnar. 25. janúar 2021 16:28