Styrkja verður stöðu +50 Helga Guðrún Jónasdóttir skrifar 9. mars 2021 17:30 Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Helga Guðrún Jónasdóttir Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að fá að eldast. Um það getum við öll verið sammála, séum við svo heppin að halda fullum lífsgæðum eða því sem næst. Sífellt er að koma betur í ljós hversu mikilvæg dagleg virkni er í þessu sambandi. Góð og skemmtileg vinna skiptir hér miklu máli ásamt því að hreyfa sig vel og reglulega. Að missa vinnuna er áfall. Að missa vinnuna á sextugs eða sjötugs aldri er mörgum enn meira áfall, þar sem aldurstengdar áhyggjur bætast þá við. Hverjir eru möguleikar mínir í atvinnuleit sem kona eða karl +50 ára? „Gömul“ kennitala? Ég hef orðið vör við vaxandi umræðu um stöðu 50-70 ára á vinnumarkaðnum. Bæði hef ég fengið talsvert að fyrirspurnum í tengslum við formannsframboðið mitt til VR um þessi og mál og eins þekki ég talsvert af flottum +50 ára konum, sem telja sig hafa lent í vandræðum með að finna nýja vinnu, vegna þess að aldurinn þyngi róðurinn hjá þeim; segja kennitöluna sína orðna of „gamla“. Þá hefur umræða einnig farið vaxandi um stöðu 70 ára og eldri, ekki hvað síst í ljós hækkandi meðalaldurs og batnandi heilsufars. Frábært samstarf við félög eldri borgara Það er staðreynd að íslenska þjóðin er fámenn og mikilvægt sóknarfæri hjá okkur er því að nýta eins vel og við getum allar vinnandi hendur. Þetta mætti orða sem svo að við höfum sem þjóð ekki efni á að halda fullvinnandi fólki utan vinnumarkaðarins. Þessa stöðu þekkja fámennari sveitarfélög á landsbyggðinni vel. Það vakti því athygli mína er ég starfaði hjá Fjarðabyggð að eldri borgurum bauðst vinna í söfnum sveitarfélagsins við móttöku og yfirsetu. Var starfið skipulagt í samstarfi við félög eldri borgara og gekk frábærlega. Jafnréttismál Hér eru að sjálfsögðu engar patent lausnir til, heldur verðum við að taka á þessum málum með sambærilegu móti og aðra jafnréttisbaráttu. Ef niðurstaðan er sú að það hallar á möguleika +50 á vinnumarkaði, vegna hækkandi aldurs og öðrum aldurstengdu þáttum, þá stendur þessi þjóðfélagshópur klárlega ekki jafnfætis yngri aldurshópum og brýnt að bætt verði úr því. Á meðal mögulegra leiða gæti verið að taka upp nýtt kennitölukerfi, sem byggir ekki á fæðingardegi fólks – ekki ósvipað gamla nafnnúmerakerfinu (ef einhver man enn eftir því?). Verðum að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins Öflugara samspil vinnumarkaðar og menntunar, sem hefði aukinn sveigjanleika vinnumarkaðarins að markmiði, er jafnframt mál sem verður að skoða í breiðu samspili aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda. Hjá VR kannast margir við að sjá starfsréttindasjóðinn hjá sér hækka í sífellu, án þess að möguleikar til að nýta þessi réttindi blasi beinlínis við. Þessi umræða tengist einnig þörfinni á því að auka sveigjanleika vinnumarkaðarins í tengslum við afleiðingar 4. Iðnbyltingarinnar. Hér eru því greinilega sóknarfæri til að gera betur á ekki einu heldur mörgum mikilvægum sviðum. Höfundur er stjórnmála- og fjölmiðlafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun