Ísland á meðal ríkja sem berjast gegn drauganetum Heimsljós 10. mars 2021 09:09 Áætlað er að um átta milljónir tonna af plastúrgangi berist í hafið á hverju ári ef ekkert verður að gert. Þetta kom fram á alþjóðlegri ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum. Í gær var síðasti dagur alþjóðlegrar ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum, sem haldin var á vegum ríkisstjórnar Íslands og Norrænu ráðherranefndarinnar. Við upphaf ráðstefnunnar tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að Ísland væri nú komið í hóp ríkja sem berjast gegn svokölluðum drauganetum. Ísland er þar með komið í bandalag, Global Ghost Gear Initiative (GGGI), með 17 öðrum ríkjum, auk fjölda félagasamtaka og fyrirtækja, sem leita leiða til að takast á við vandann sem fylgir yfirgefnum og týndum veiðarfærum í hafinu, svokölluðum drauganetum. „Það er þekkt staðreynd að plastúrgang er að finna bókstaflega alls staðar í umhverfi okkar og mest af því endar í hafinu,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ávarpinu. „Nú er talið að yfir 150 milljónir tonna af plastúrgangi fljóti um heimshöfin og ef ekkert breytist er áætlað að um átta milljónir tonna af plastúrgangi berist í hafið á hverju ári. Sem betur fer er breið og ört vaxandi alþjóðleg samstaða um mæta þessari áskorun með aðgerðum, því við getum ekki haldið áfram á þessari leið.“ Stefán Jón Hafstein, fastafulltrúi Íslands hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), segir ennfremur að GGGI sé augljós samherji Íslands í þessum málum. Ísland hafi að mörgu leyti staðið sig vel við endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra. Þá segir Ingrid Giskes, forstöðumaður GGGI, drauganet afar hættuleg lífríki sjávar og því sé sérstaklega mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland, sem reiðir sig mjög á sjálfbærar fiskveiðar, að leggja sitt af mörkum. Áhersla í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu Ráðstefnan var haldin vegna formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland hefur með formennskunni meðal annars lagt áherslu á aðgerðir til að draga úr plastmengun á norðurslóðum. Upphaflega átti að halda ráðstefnuna í Reykjavík í apríl 2020, en vegna heimsfaraldursins var henni frestað og hún færð yfir á netið. Á fjórða hundrað manns tóku þátt í ráðstefnunni. Vísindamenn víða að úr heiminum hafa kynnt niðurstöður rannsókna á plastmengun, bæði örplasts og stærri plasthluta, og áhrifa plasts á lífríki. Tæplega hundrað erindi um hina fjölmörgu þætti plastamengunar hafa verið til umfjöllunar og á síðasta degi ráðstefnunnar var rætt um næstu aðgerðir sem koma til greina til að fást við vandann sem hlýst af vaxandi plastmengun á norðurslóðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Í gær var síðasti dagur alþjóðlegrar ráðstefnu um plastmengun á norðurslóðum, sem haldin var á vegum ríkisstjórnar Íslands og Norrænu ráðherranefndarinnar. Við upphaf ráðstefnunnar tilkynnti Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, að Ísland væri nú komið í hóp ríkja sem berjast gegn svokölluðum drauganetum. Ísland er þar með komið í bandalag, Global Ghost Gear Initiative (GGGI), með 17 öðrum ríkjum, auk fjölda félagasamtaka og fyrirtækja, sem leita leiða til að takast á við vandann sem fylgir yfirgefnum og týndum veiðarfærum í hafinu, svokölluðum drauganetum. „Það er þekkt staðreynd að plastúrgang er að finna bókstaflega alls staðar í umhverfi okkar og mest af því endar í hafinu,“ sagði Guðlaugur Þór meðal annars í ávarpinu. „Nú er talið að yfir 150 milljónir tonna af plastúrgangi fljóti um heimshöfin og ef ekkert breytist er áætlað að um átta milljónir tonna af plastúrgangi berist í hafið á hverju ári. Sem betur fer er breið og ört vaxandi alþjóðleg samstaða um mæta þessari áskorun með aðgerðum, því við getum ekki haldið áfram á þessari leið.“ Stefán Jón Hafstein, fastafulltrúi Íslands hjá Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO), segir ennfremur að GGGI sé augljós samherji Íslands í þessum málum. Ísland hafi að mörgu leyti staðið sig vel við endurheimt og endurvinnslu veiðarfæra. Þá segir Ingrid Giskes, forstöðumaður GGGI, drauganet afar hættuleg lífríki sjávar og því sé sérstaklega mikilvægt fyrir ríki eins og Ísland, sem reiðir sig mjög á sjálfbærar fiskveiðar, að leggja sitt af mörkum. Áhersla í formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu Ráðstefnan var haldin vegna formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu en Ísland hefur með formennskunni meðal annars lagt áherslu á aðgerðir til að draga úr plastmengun á norðurslóðum. Upphaflega átti að halda ráðstefnuna í Reykjavík í apríl 2020, en vegna heimsfaraldursins var henni frestað og hún færð yfir á netið. Á fjórða hundrað manns tóku þátt í ráðstefnunni. Vísindamenn víða að úr heiminum hafa kynnt niðurstöður rannsókna á plastmengun, bæði örplasts og stærri plasthluta, og áhrifa plasts á lífríki. Tæplega hundrað erindi um hina fjölmörgu þætti plastamengunar hafa verið til umfjöllunar og á síðasta degi ráðstefnunnar var rætt um næstu aðgerðir sem koma til greina til að fást við vandann sem hlýst af vaxandi plastmengun á norðurslóðum. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Norðurslóðir Umhverfismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent