„Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2021 10:30 Ice Tribe Iceland er flokkur sem stundar það að kafa í ísköldu vatni. Frosti Logason heyrði nýverið af hópi fólks sem hefur verið að stunda það í vetur að synda undir ísi lagt Hafravatn á sundfötum einum saman. Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira