Telur aðstæður nú ekki sambærilegar og síðasta haust þegar rakningu og sóttkví var beitt Birgir Olgeirsson skrifar 10. mars 2021 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að ekki sé búið að ná utan um hópsmitið þó enginn hafi greinst með veiruna innanlands í gær. Hann vinnur nú að tillögum til ráðherra um næstu aðgerðir og en segir ekki mikið svigrúm fyrir tilslakanir með þetta hópsmit hangandi yfir. 800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
800 sýni voru tekin innanlands í gær og var ekkert þeirra með veiruna. Þórólfur Guðnason segir að Íslendingar séu ekki komnir í var enn sem komið er fyrir þessari hópsýkingu. „Það getur tekið nokkra daga fyrir smit að verða greinanlegt á sýnatöku og svo líka aðeins lengri tíma að fá einkenni. Það er kannski þessi vika sem þarf að líða varðandi einkennin. Sýni sem verða tekin seinni part vikunnar eiga að segja okkur hvort við séum komin út úr þessu eða ekki,“ segir Þórólfur. Þeir sem voru útsettir á tónleikum í Hörpu á föstudag verða kallaðir aftur í sýnatöku á morgun. „Við köllum ekki alla aftur, það fer eftir aðstæðum. Fólk sem var í Hörpu á föstudag verður kallað aftur í sýnatöku á morgun. Við erum að leita af okkur allan grun.“Hann segir smitrakningu ekki hafa leitt neitt nýtt í ljós varðandi þessa hópsýkingu. Enn sé gengið út frá því að hópsýkingin hafi komist af stað með snertismiti á stigagangi í fjölbýlishúsi. „Það er líklegast að þetta hafi verið einhverskonar snertismit eins og staðan er.“ Kallað hefur verið eftir því að gripið verði til harðra aðgerða strax til að ná utan um hópsmitið. Þórólfur telur ekki tilefni til þess að svo stöddu, heldur vilji hann frekar ná utan um það með rakningu og sóttkví. Hið sama var uppi á teningnum þegar hópsýking kom upp síðastliðið haust sem leiddi af sér bylgju. Þá var beitt rakningu og sóttkví. Þórólfur segir aðstæðurnar síðastliðið haust og nú ekki þær sömu. „Það voru allt öðruvísi aðstæður þá. Þá voru við stórar hópsýkingar sem byrjuðu á krám og hnefaleikastöð og svo framvegis. Þetta var mjög dreift og úti um allt. Við reyndum að beita aðgerðum á marga staði. Nú erum við með þetta mjög afmarkað í byrjun og ég vona að þær aðgerðir sem við höfum gripið til muni ná utan um það. Þannig að þetta er ekki sambærilegt.“ En nú er breska afbrigðið sagt meira smitandi og valda meiri veikindum. Er þá ekki tilefni til að beita harðari aðgerðum? „Eins og ég er búinn að segja þá erum við að grípa til viðameiri smitrakningar og setja og fleiri í sóttkví og taka sýni en við höfum gert áður og ég ætla að vona að það dugi.“ Hann vinnur nú að tillögu um næstu aðgerðir sem taka gildi átjánda mars. „Eins og áður er ég ekki að segja frá því fyrr en þær koma fram og nær dregur hvað verður í mínum tillögum. En þær munu miðast við stöðuna eins og hún verður en ég held að maður geti sagt að í mínum huga er ekki mikið svigrúm til að slaka mikið á með þetta hangandi yfir sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira