Sara Björk í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar sjöunda árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 14:51 Sara Björk Gunnarsdóttir varð Evrópumeistari með Olympique Lyon á síðustu leiktíð og hóf þá að leika með liðinu í átta liða úrslitunum. Getty/Clive Brunskill Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar í franska liðinu Lyon lentu undir í byrjun seinni leik sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar en snéru við leiknum og komust örugglega áfram. Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira
Evrópumeistarar Lyon urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar. Lyon vann þá 3-1 sigur á Bröndby á Bröndby leikvanginum sem þýddi að franska liðið fór áfram 5-1 samanlagt. Sara Björk Gunnarsdóttir var í byrjunarliði Lyon og hluti af þriggja manna miðju með hinni þýsku Dzsenifer Marozsán og hinni spænsku Damaris Egurrola. Sara Björk spilaði fyrsta klukkutímann en var tekin af velli í stöðunni 3-1 fyrir Lyon. Japaninn Saki Kumagai kom inn fyrir hana. Lyon vann fyrri leikinn 2-0 á heimavelli sínum og þá kom seinna mark liðsins ekki fyrr en í uppbótatíma. Nanna Christiansen kom Bröndby í 1-0 strax á elleftu mínútu leiksins og þannig var staðan í rúmar tuttugu mínútur. Nikita Parris, sem skoraði fyrra markið í fyrri leiknum, jafnaði metin á 32. mínútu og lagði síðan upp mark fyrir Melvine Malard þremur mínútum fyrir hálfleik. Fyrirliðinn Wendie Renard skoraði síðan þriðja markið úr vítaspyrnu á 50. mínútu en vítið var dæmt eftir að ein danska stelpan handlék boltann innan teigs. Þetta var síðasta mark leiksins. Þetta verður sjöunda árið í röð sem Sara Björk Gunnarsdóttir spilar í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en hún fór þangað öll tímabil sín með VfL Wolfsburg sem og tvö síðustu árin sín með sænska liðinu Rosengård. Þetta er lengri tími en hjá Lyon liðinu sem komst ekki í átta liða úrslitin tímabilið 2014-15 og er því komið svona langt sjötta tímabilið í röð. Franska liðið hefur aftur á móti unnið Meistaradeildina undanfarin fimm ár í röð. Seinna í kvöld kemur í ljós hvaða fleiri lið komast í átta liða úrslitin með Lyon. La composition de nos Lyonnaises pour affronter @Brondbywomen ! #BIFOL pic.twitter.com/AJMRHcsPQ6— OL Féminin (@OLfeminin) March 10, 2021
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Fótbolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Fleiri fréttir Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Í beinni: Afturelding - Fram | Hörkuleikur í Mosfellsbæ Í beinni: Svíþjóð - England | Hvort fer í undanúrslit? Leik lokið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju „Við erum með betri menn í öllum stöðum“ Leik lokið: Flora - Valur 1-2 | Valsmenn öruggir áfram Jón Páll aðstoðar Einar „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Yamal tekur óhræddur við tíunni Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Sjá meira