Brynjólfur: Er að bíða eftir að EM-hópurinn verði valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 12:30 Brynjólfur Andersen Willumsson stígur sín fyrstu skref í atvinnumennsku eftir Evrópumót 21 árs landsliða seinna í þessum mánuði. Skjámynd/S2 Sport Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson mun hefja atvinnumannaferilinn í Noregi seinna í vor en fyrst á dagskrá er að hjálpa íslenska 21 árs landsliðinu á Evrópumótinu seinna í þessum mánuði. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Fleiri fréttir Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Í beinni: Sunderland - Arsenal | Gerir Xhaka gamla liði sínu skráveifu? Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Sjá meira
Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23
Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30