Ein stærsta efnahagsinnspýting í sögu Bandaríkjanna samþykkt Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2021 09:37 Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildarinnar, og Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeildinni, fagna samþykkt aðgerðapakka Biden forseta í gær. Demókratar hafa nefnt pakkann „bandarísku björgunaráætlunina“. Vísir/EPA Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti endanlega eina umfangsmestu efnahagsinnspýtingu í sögu Bandaríkjanna til að ráða niðurlögum kórónuveirufaraldursins og koma hjólum atvinnulífsins aftur á hreyfingu. Aðgerðapakkinn var eitt stærsta stefnumál Joes Biden forseta og demókrata á Bandaríkjaþingi. Alls er aðgerðapakkinn metinn á um 1,9 biljónir dollara, jafnvirði um 243 milljón milljóna íslenskra króna. Af honum renna um 400 milljarðar dollara, jafnvirði um 51.100 milljarða króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjunum upp á 1.400 dollara, jafnvirði um 179.000 króna. Þá fara 350 milljarðar dollara, jafnvirði um 44.700 milljarða króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórna, aukna barnabætur og fjármögnun bólusetninga, að því er segir í frétt Reuters. Samþykkt efnahagsinnspýtingarinnar er talin meiriháttar sigur fyrir Biden forseta. „Hjálpin er á leiðinni,“ tísti forsetinn eftir að þingið samþykkti aðgerðapakkann í gærkvöldi. Biden er sagður ætla að staðfesta lögin með undirskrift sinni á morgun. Enginn repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu, hvorki í fulltrúadeildinni né öldungadeildinni. Það var samþykkt með 220 atkvæðum þingmanna demókrata gegn 211 atkvæði repúblikana í fulltrúadeildinni. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, í hænum væru of mikið að gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort eð er afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt slíkar aðgerðir þegar Donald Trump var forseti. Janet Yellen, fjármálaráðherra, fagnaði aftur á móti samþykkt innspýtingarinnar. Að hennar mati mun hún hraða bata bandaríska hagkerfisins eftir skakkaföllin sem faraldurinn hefur valdið. Efnahagsaðgerðapakkinn virðist njóta almennra vinsælda í Bandaríkjunum. Í könnun Reuters í vikunni sögðust 70% svarenda styðja hann. Meirihluti stuðningsmanna beggja flokka voru fylgjani aðgerðunum. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira
Alls er aðgerðapakkinn metinn á um 1,9 biljónir dollara, jafnvirði um 243 milljón milljóna íslenskra króna. Af honum renna um 400 milljarðar dollara, jafnvirði um 51.100 milljarða króna, í ávísanir sem verða sendar flestum Bandaríkjunum upp á 1.400 dollara, jafnvirði um 179.000 króna. Þá fara 350 milljarðar dollara, jafnvirði um 44.700 milljarða króna, í aðstoð til ríkis- og sveitarstjórna, aukna barnabætur og fjármögnun bólusetninga, að því er segir í frétt Reuters. Samþykkt efnahagsinnspýtingarinnar er talin meiriháttar sigur fyrir Biden forseta. „Hjálpin er á leiðinni,“ tísti forsetinn eftir að þingið samþykkti aðgerðapakkann í gærkvöldi. Biden er sagður ætla að staðfesta lögin með undirskrift sinni á morgun. Enginn repúblikani greiddi atkvæði með frumvarpinu, hvorki í fulltrúadeildinni né öldungadeildinni. Það var samþykkt með 220 atkvæðum þingmanna demókrata gegn 211 atkvæði repúblikana í fulltrúadeildinni. Repúblikanar héldu því fram að aðgerðapakkinn væri of dýr, í hænum væru of mikið að gæluverkefnum demókrata og að versti hluti faraldursins væri hvort eð er afstaðinn. Margir þeirra höfðu engu að síður stutt slíkar aðgerðir þegar Donald Trump var forseti. Janet Yellen, fjármálaráðherra, fagnaði aftur á móti samþykkt innspýtingarinnar. Að hennar mati mun hún hraða bata bandaríska hagkerfisins eftir skakkaföllin sem faraldurinn hefur valdið. Efnahagsaðgerðapakkinn virðist njóta almennra vinsælda í Bandaríkjunum. Í könnun Reuters í vikunni sögðust 70% svarenda styðja hann. Meirihluti stuðningsmanna beggja flokka voru fylgjani aðgerðunum.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Joe Biden Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sjá meira