Ferjan Baldur vélarvana nærri Stykkishólmi Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 15:40 Myndin var tekin um borð í Þór þegar skipið lagði af stað frá Helguvík. Landhelgisgæslan Vélarbilun hefur komið upp í Breiðafjarðarferjunni Baldri en skipið er statt um tíu sjómílur frá Stykkishólmi, mitt á milli Flateyjar og Stykkishólms. Um borð eru tuttugu farþegar auk átta manna áhafnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem reka ferjuna undir merkjum Sæferða. Þar segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson sé nú á leið til Baldurs auk Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar. Þyrlusveit Gæslunnar var einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Sæferðir vinna nú að aðgerðum með Landhelgisgæslunni og er ráð fyrir að skipið verði dregið í Stykkishólm. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að auk varðskipsins og rannsóknarskipsins hafi sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið kallaðar út á þriðja tímanum vegna vélarbilunarinnar. Uppfært klukkan 16:50: Unnið er að því að koma taugum á milli Baldurs og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Varðskipið Þór lagði af stað frá Helguvík á þriðja tímanum. Landhelgisgæslan Varðskipið Þór statt í Helguvík Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um bilunina klukkan 14:27 og er gert ráð fyrir því að rannsóknarskipið Árni Friðriksson verði komið að Baldri á fimmta tímanum. Varðskipið Þór er jafnframt á leið á staðinn en skipið var statt í Helguvík þegar útkallið barst. Baldur varpaði akkerum fljótlega eftir að bilunarinnar varð vart til að hindra rek og halda akkerin vel, af því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Vindátt er úr norðaustri og ef rek yrði á skipinu ræki það frá landi og grynningum. Ástandið um borð er tryggt en til að gæta fyllsta öryggis var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Stykkishólmur Samgöngur Ferjan Baldur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Eimskip sem reka ferjuna undir merkjum Sæferða. Þar segir að rannsóknarskipið Árni Friðriksson sé nú á leið til Baldurs auk Þórs, varðskips Landhelgisgæslunnar. Þyrlusveit Gæslunnar var einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda. Sæferðir vinna nú að aðgerðum með Landhelgisgæslunni og er ráð fyrir að skipið verði dregið í Stykkishólm. Fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni að auk varðskipsins og rannsóknarskipsins hafi sjóbjörgunarsveitir á vegum Slysavarnafélagsins Landsbjargar verið kallaðar út á þriðja tímanum vegna vélarbilunarinnar. Uppfært klukkan 16:50: Unnið er að því að koma taugum á milli Baldurs og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar að sögn Gunnlaugs Grettissonar, framkvæmdastjóra Sæferða. Varðskipið Þór lagði af stað frá Helguvík á þriðja tímanum. Landhelgisgæslan Varðskipið Þór statt í Helguvík Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar fékk tilkynningu um bilunina klukkan 14:27 og er gert ráð fyrir því að rannsóknarskipið Árni Friðriksson verði komið að Baldri á fimmta tímanum. Varðskipið Þór er jafnframt á leið á staðinn en skipið var statt í Helguvík þegar útkallið barst. Baldur varpaði akkerum fljótlega eftir að bilunarinnar varð vart til að hindra rek og halda akkerin vel, af því er fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. „Vindátt er úr norðaustri og ef rek yrði á skipinu ræki það frá landi og grynningum. Ástandið um borð er tryggt en til að gæta fyllsta öryggis var þyrlusveit Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út og verður í viðbragðsstöðu ef á þarf að halda.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Stykkishólmur Samgöngur Ferjan Baldur Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira