WHO: Ekki ástæða til að hætta að nota bóluefni AstraZeneca Kjartan Kjartansson skrifar 12. mars 2021 16:48 Ekker hefur komið fram sem bendir til tengsla á milli bóluefnis AstraZeneca og blóðtappa í fólki. Tilkynnt er um veikindi í kjölfar bólusetningar til að kanna allar mögulegar aukaverkanir en það þýðir ekki að bóluefnið hafi haft nokkuð um veikindin að segja. Vísir/EPA Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur ekki ástæðu fyrir lönd að hætta að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni. Ekkert bendi til þess að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Ísland er á meðal þeirra ríkja sem hafa stöðvað bólusetningar með efninu tímabundið í öryggisskyni. Ákvörðun íslenskra yfirvalda kom í kjölfar þess að Danir hættu að nota AstraZeneca-bóluefnið í tvær vikur vegna tilkynninga um mögulega alvarlegar aukaverkanir. Norðmenn hættu einnig að gefa bóluefnið. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir ekki innistæðu fyrir áhyggjum af því að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Bóluefnið sé ágætt og lönd ættu að halda áfram notkun þess. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar hafi um fimm milljónir Evrópubúa fengið bóluefni AstraZeneca. Um þrjátíu tilkynningar hafa borist um að fólk sem fékk blóðtapa eftir að það fékk bóluefnið, þar á meðal um eitt dauðsfall á Ítalíu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og blóðtappanna, að sögn Harris. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið í sama streng. AstraZeneca segir að hlutfall þeirra sem hafa fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefnið sé raunar töluvert lægra en búast mætti við í svo stórum hópi fólks almennt. BBC segir að í Bretlandi hafi ellefu milljónir manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu og engin merki séu um aukna dánartíðni eða tíðni blóðtappa í þeim hópi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Ákvörðun íslenskra yfirvalda kom í kjölfar þess að Danir hættu að nota AstraZeneca-bóluefnið í tvær vikur vegna tilkynninga um mögulega alvarlegar aukaverkanir. Norðmenn hættu einnig að gefa bóluefnið. Margaret Harris, talsmaður WHO, segir ekki innistæðu fyrir áhyggjum af því að bóluefnið geti valdið blóðtappa. Bóluefnið sé ágætt og lönd ættu að halda áfram notkun þess. Breska ríkisútvarpið BBC segir að þegar hafi um fimm milljónir Evrópubúa fengið bóluefni AstraZeneca. Um þrjátíu tilkynningar hafa borist um að fólk sem fékk blóðtapa eftir að það fékk bóluefnið, þar á meðal um eitt dauðsfall á Ítalíu. Ekki hefur verið sýnt fram á neitt orsakasamhengi á milli bólusetningarinnar og blóðtappanna, að sögn Harris. Lyfjastofnun Evrópu hefur tekið í sama streng. AstraZeneca segir að hlutfall þeirra sem hafa fengið blóðtappa eftir að hafa fengið bóluefnið sé raunar töluvert lægra en búast mætti við í svo stórum hópi fólks almennt. BBC segir að í Bretlandi hafi ellefu milljónir manna fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefninu og engin merki séu um aukna dánartíðni eða tíðni blóðtappa í þeim hópi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Tengdar fréttir Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39 Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46 Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Sjá meira
Bólusetningaráætlun færist aftur um mánuð vegna seinkunar hjá AstraZeneca Tafir verða á afhendingu bóluefnis frá AstraZeneca til allra landa í samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bólefni, þar á meðal Íslands. Vegna þessa er gert ráð fyrir því að tímaáætlanir um bólusetningar færist aftur um um það bil fjórar vikur. 12. mars 2021 15:39
Þrjár tilkynningar um blóðtappa í kjölfar bólusetningar hér á landi Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar Íslands, segir að þrír hafi tilkynnt um að hafa fengið blóðtappa í kjölfar bólusetningar. Einstaklingarnir höfðu verið bólusettir með sínu hvoru bóluefninu, bóluefni AstraZeneca, Moderna og Pfizer. 11. mars 2021 18:46
Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. 11. mars 2021 16:55
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila