Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Kjartan Kjartansson skrifar 13. mars 2021 11:21 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York. Vísir/EPA Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður, kölluðu bæði eftir því að Cuomo stigi til hliðar í gær. Áður hafði hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata frá New York, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, gert það sama. „Vegna fjölda trúverðugra ásakana um kynferðislega áreitni og misferli er það ljóst að Cuomo ríkisstjóri hefur tapað trausti meðstjórnenda sinna og íbúa New York,“ sögðu Schumer og Gillibrand í sameiginlegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það situr Cuomo fastur við sinn keip og segist ekki ætla að segja af sér. Hann sagði í gær að það væri „hættulegt“ að stjórnmálamenn bæðu aðra um að segja af sér án þess að hafa allar staðreyndir máls, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Ríkisstjórinn hefur beðist afsökunar á sumum þeim atvikum sem konurnar hafa lýst en fullyrðir að aðrar ásakanir séu uppspuni. Á sjötta tug ríkisþingmanna Demókrataflokksins hafa einnig hvatt Cuomo til að segja af sér. Dómsmálanefnd ríkisþingins hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum Cuomo í vikunni. Sú rannsókn gæti leitt til kæru og jafnvel embættismissis. Auk ásakanna kvennanna situr Cuomo undir harðri gagnrýni fyrir að hafa reynt að fela raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í New York í kórónuveirufaraldrinu. Ríkisstjóranum hafði áður verið hampað fyrir afgerandi viðbrögð við faraldrinum. Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Chuck Schumer, leiðtogi þingmeirihluta demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, og Kirsten Gillibrand, öldungadeildarþingmaður, kölluðu bæði eftir því að Cuomo stigi til hliðar í gær. Áður hafði hópur fulltrúadeildarþingmanna demókrata frá New York, þar á meðal Alexandria Ocasio-Cortez, gert það sama. „Vegna fjölda trúverðugra ásakana um kynferðislega áreitni og misferli er það ljóst að Cuomo ríkisstjóri hefur tapað trausti meðstjórnenda sinna og íbúa New York,“ sögðu Schumer og Gillibrand í sameiginlegri yfirlýsingu. Þrátt fyrir það situr Cuomo fastur við sinn keip og segist ekki ætla að segja af sér. Hann sagði í gær að það væri „hættulegt“ að stjórnmálamenn bæðu aðra um að segja af sér án þess að hafa allar staðreyndir máls, að því er Reuters-fréttastofan greinir frá. Ríkisstjórinn hefur beðist afsökunar á sumum þeim atvikum sem konurnar hafa lýst en fullyrðir að aðrar ásakanir séu uppspuni. Á sjötta tug ríkisþingmanna Demókrataflokksins hafa einnig hvatt Cuomo til að segja af sér. Dómsmálanefnd ríkisþingins hóf rannsókn á mögulegum embættisbrotum Cuomo í vikunni. Sú rannsókn gæti leitt til kæru og jafnvel embættismissis. Auk ásakanna kvennanna situr Cuomo undir harðri gagnrýni fyrir að hafa reynt að fela raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í New York í kórónuveirufaraldrinu. Ríkisstjóranum hafði áður verið hampað fyrir afgerandi viðbrögð við faraldrinum.
Bandaríkin Mál Andrew Cuomo MeToo Tengdar fréttir Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Fleiri fréttir Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Sjá meira
Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26
Ekkert fararsnið á ríkisstjóra þrátt fyrir röð ásakana Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segist ekki ætla að segja af sér þrátt fyrir að hafa misst stuðning leiðtoga Demókrataflokksins í ríkinu. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni. Stjórn Cuomo er einnig sökuð um að hafa reynt að hylma yfir fjölda dauðsfalla á hjúkrunarheimilum í kórónuveirufaraldrinum. 8. mars 2021 17:04