Selfoss með óvæntan sigur á Stjörnunni, létt hjá Val ásamt öðrum úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 18:15 Tokic skoraði tvö mörk er Selfoss vann óvæntan sigur í dag. Selfoss Þremur leikjum til viðbótar í Lengjubikar karla er nú lokið. Selfoss vann Stjörnuna 2-1, Valur vann HK 3-0, ÍBV vann Fjölni í Grafarvoginum. Í kvennaflokki gerðu Þróttur Reykjavík og ÍBV 2-2 jafntefli. Í riðli 1 í A-deild vann Valur þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Íslandsmeisturunum yfir á 14. mínútu. Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Patrick Pedersen bætti við þriðja markinu undir lok leiks. Valur vinnur riðilinn með 13 stig og fer í 8-liða úrslit ásamt KA. Afturelding endar í fimmta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki. Á Selfossi komu heimamenn á óvart en þeir unnu Pepsi Max-deildarlið Stjörnunnar 2-1. Hrvoje Tokic skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Selfyssingar 2-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu en nær komust Garðbæingar ekki. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. Það breytir því þó ekki að Stjarnan vinnur riðil 3 í A deild og fer þar af leiðandi í 8-liða úrslit keppninnar á meðan Selfoss endar í 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. ÍBV gerði út um leik sinn gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Sindri Scheving kom ÍBV yfir er hann skoraði sjálfsmark á 14. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Gary John Martin bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Gary Martin skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Daníel Þór Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 3-1 en hvorugt lið komst áfram í 8-liða úrslit. Í Laugardalnum mættust svo Þróttur Reykjavík og ÍBV en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti yfir snemma leiks en Olga Sevcova jafnaði metin skömmu síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom gestunum yfir á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir metin fyrir Þrótt og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins Þróttur er með sjö stig að loknum þremur leikjum á meðan þetta var fyrsta stig ÍBV. Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss Stjarnan Valur Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira
Í riðli 1 í A-deild vann Valur þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Íslandsmeisturunum yfir á 14. mínútu. Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Patrick Pedersen bætti við þriðja markinu undir lok leiks. Valur vinnur riðilinn með 13 stig og fer í 8-liða úrslit ásamt KA. Afturelding endar í fimmta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki. Á Selfossi komu heimamenn á óvart en þeir unnu Pepsi Max-deildarlið Stjörnunnar 2-1. Hrvoje Tokic skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Selfyssingar 2-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu en nær komust Garðbæingar ekki. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. Það breytir því þó ekki að Stjarnan vinnur riðil 3 í A deild og fer þar af leiðandi í 8-liða úrslit keppninnar á meðan Selfoss endar í 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. ÍBV gerði út um leik sinn gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Sindri Scheving kom ÍBV yfir er hann skoraði sjálfsmark á 14. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Gary John Martin bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Gary Martin skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Daníel Þór Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 3-1 en hvorugt lið komst áfram í 8-liða úrslit. Í Laugardalnum mættust svo Þróttur Reykjavík og ÍBV en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti yfir snemma leiks en Olga Sevcova jafnaði metin skömmu síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom gestunum yfir á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir metin fyrir Þrótt og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins Þróttur er með sjö stig að loknum þremur leikjum á meðan þetta var fyrsta stig ÍBV.
Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss Stjarnan Valur Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Greint frá ráðningu á vef nýja þjálfarans Handbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Sjá meira