„Ekki viss um að hann væri að spila ef hann væri uppalinn í Sandgerði“ Anton Ingi Leifsson skrifar 14. mars 2021 13:16 Einar Árni ræðir við sína menn í leik gegn Val fyrr á tímabilinu. vísir/hulda margrét Strákarnir í Domino’s Körfuboltakvöldi á föstudagskvöldið fóru yfir stöðuna á Njarðvík sem hefur verið í frjálsu falli að undanförnu. Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira
Njarðvík tapaði gegn Tindastól á föstudagskvöldið en Njarðvík er í tíunda sætinu með tíu stig. Höttur er í ellefta sætinu með átta stig og Haukar er á botninum með sex stig. Fyrst þegar þeir ræddu um Njarðvík ræddu þeir um leikstjórnandann Rodney Glasgow sem hefur verið í meira frjálsu falli en liðið sjálft. „Ég er ekki viss um að Rodney Glasgow væri að spila fimm til tíu mínútur í leik ef hann væri uppalinn í Sandgerði. Það er verið að spila honum mínútur sem hann á ekki að vera spila,“ sagði Sævar Sævarsson, einn spekinga þáttarins. „Þegar þetta er staðan af hverju hendir hann ekki Veigari inn á og gerir eitthvað nýtt? Hann átti líka lélegan leik í síðasta leik og þar síðasta. Þetta er grín,“ bætti Sævar við áður en Benedikt Guðmundsson tók við orðinu. „Rodney var mjög góður í janúar. Hann var að skora einhver tuttugu stig í leik og Njarðvík var að vinna leiki. Hann var lélegur í febrúar og hann er búinn að vera hræðilegur í mars. Ég hef aldrei séð leikmann taka svona frjálst fall; frá því að vera fínn leikmaður.“ „Hvað eiga fjögur bestu liðin sameiginlegt? Pointguardarnir er búinn að vera frábærir. Liðin eru að dansa í kringum þessa menn. Njarðvík er í dag með lélegasta leikstjórnandann í deildinni. Þeir eru búnir að tapa sjö af síðustu átta.“ Sævar velti fyrir sér á dögunum hvort að Njarðvík gæti fallið og hann hélt svo ræðu undir lok umræðunnar um Njarðvík: „Í rauninni var þetta eitthvað sem maður velti fyrir sér á þeim tímapunkti og svo hefur maður haft smá tíma til að velta þetta. Það eru svo mörg lið með þétta hópa; þar sem þú ert með fimm til sjö leikmenn.“ „Þegar þú ert ekki að vinna í útlendingalottóinu, þá er eins gott að þú sért með góða Íslendinga. Það er ekki að gerast. Málið er að við bjuggumst við því að Hester væri að fara koma hingað sem stórkostlegur leikmaður. Guðslukka að ná í hann en hann er ekki að sýna það.“ „Rodney Glasgow er búinn að vera lélegur. Matasovic sem var topp fimm leikmaður í fyrra - hann er ekki með. Hann er með í fimmta hverjum leik. Þetta er ekki nógu gott og í rauninni geturðu talað um þjálfarana og svona en eru einhverjir þjálfarar þarna úti sem gætu gert betur með þennan hóp?“ „Það styttist í leik á móti Keflavík. Það er leikurinn sem sker úr um það hvort að Njarðvík verði nálægt því að falla. Það er leikurinn sem gæti kveikt í þeim.“ Alla umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Domino's Körfuboltakvöld - Umræða um Njarðvík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfuboltakvöld Dominos-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Stólarnir styrkja íslenska kjarnann með Geks Mario og Jaka í æfingahópnum fyrir EM Ásakaði LeBron um steranotkun í gríni Þreyttur á fallbaráttu og furðulegum ákvörðunum Sutton snýr aftur á Krókinn Svona er riðill Íslands í undankeppni EM Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Frá Skagafirði á Akranes Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Sjá meira