Ósáttur með fyrri hálfleiks frammistöðu sinna manna og spurði hvort dómararnir kæmu ekki í viðtöl eftir leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. mars 2021 19:30 José Mourinho var ekki sammála ákvörðunum dómara dagsins. Þá tók hann fram að sínir menn hefðu verið skelfilegir í fyrri hálfleik. EPA-EFE/Julian Finney José Mourinho, þjálfari Tottenham Hotspur, var ekki alveg sammála dómara Norður-Lundúnaslagsins. Alexandre Lacazette skoraði sigurmark Arsenal gegn Tottenham í dag úr vítaspyrnu. „Eru engin viðtöl eftir leik við dómara?“ sagði Mourinho kíminn að loknu 2-1 tapi Tottenham gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ásamt því að Arsenal fékk vítaspyrnu sem Mourinho fannst engan veginn vera vítaspyrna eins og kom fram í viðtali við hann eftir leik þá var Erik Lamela rekinn af velli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að reka hendina í andlit Kieran Tierney, vinstri bakvörð Arsenal. „Mér fannst við spila rosalega illa í fyrri hálfleik. Það gaf ekki rétta mynd af fyrri hálfleiknum að staðan hafi verið 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Við vorum lélegir, vörðumst illa, engin áræðni og enginn kraftur. Sóknarlega voru mikilvægir leikmenn í feluleik, fyrri hálfleikur var mjög slæmur.“ „Í síðari hálfleik gátum við aðeins bætt okkur, sem við gerðum. Svo er það spurning – ómöguleg spurning þar sem þeir tala ekki – sem aðeins Michael [Oliver, dómari leiksins] og mögulega Paul Tierney [mynbandsdómari leiksins] geta svarað. Samkvæmt Kevin Friend [fjórði dómari leiksins] þá sagði dómarinn að hann hefði séð atvikið vel,“ sagði Mourinho um dómgæsluna í dag. „Ef við förum aftur á byrjunina þá spiluðum við mjög illa í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn betri og við náðum stjórn á leiknum. Við gerðum breytingar til að reyna vinna leikinn, svo er vítaspyrnan og eftir vítaspyrnuna fær [Erik] Lamela sitt annað gula spjald. Þrátt fyrir það þá reyndi liðið að ná í úrslit.“ Að lokum var Mourinho spurður út í vítaspyrnuna sem Arsenal fékk. Hann vildi lítið tjá sig en gaf þó klárlega í skyn að honum hefði ekki fundist vera um vítaspyrnu að ræða. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira
„Eru engin viðtöl eftir leik við dómara?“ sagði Mourinho kíminn að loknu 2-1 tapi Tottenham gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Ásamt því að Arsenal fékk vítaspyrnu sem Mourinho fannst engan veginn vera vítaspyrna eins og kom fram í viðtali við hann eftir leik þá var Erik Lamela rekinn af velli eftir að hann fékk sitt annað gula spjald fyrir að reka hendina í andlit Kieran Tierney, vinstri bakvörð Arsenal. „Mér fannst við spila rosalega illa í fyrri hálfleik. Það gaf ekki rétta mynd af fyrri hálfleiknum að staðan hafi verið 1-1 þegar flautað var til hálfleiks. Við vorum lélegir, vörðumst illa, engin áræðni og enginn kraftur. Sóknarlega voru mikilvægir leikmenn í feluleik, fyrri hálfleikur var mjög slæmur.“ „Í síðari hálfleik gátum við aðeins bætt okkur, sem við gerðum. Svo er það spurning – ómöguleg spurning þar sem þeir tala ekki – sem aðeins Michael [Oliver, dómari leiksins] og mögulega Paul Tierney [mynbandsdómari leiksins] geta svarað. Samkvæmt Kevin Friend [fjórði dómari leiksins] þá sagði dómarinn að hann hefði séð atvikið vel,“ sagði Mourinho um dómgæsluna í dag. „Ef við förum aftur á byrjunina þá spiluðum við mjög illa í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var leikurinn betri og við náðum stjórn á leiknum. Við gerðum breytingar til að reyna vinna leikinn, svo er vítaspyrnan og eftir vítaspyrnuna fær [Erik] Lamela sitt annað gula spjald. Þrátt fyrir það þá reyndi liðið að ná í úrslit.“ Að lokum var Mourinho spurður út í vítaspyrnuna sem Arsenal fékk. Hann vildi lítið tjá sig en gaf þó klárlega í skyn að honum hefði ekki fundist vera um vítaspyrnu að ræða.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Handbolti Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Körfubolti Uppgjör: Fram-Haukar 26-23 | Hefndu fyrir tap í bikarúrslitaleiknum Handbolti Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Íslenski boltinn Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Fótbolti Fleiri fréttir Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Stefán Teitur lagði upp mark sem dugði næstum því til sigurs Vill vinna titla með Arsenal svo hann gleymist ekki Segir að framherjaleysið sé ekki aðal vandamál Arsenal Ratcliffe viðurkennir mistök með Ten Hag og Ashworth Segir að United hefði orðið gjaldþrota um jólin ef ekki hefði verið gripið inn í Svona mun nýr heimavöllur Man. Utd líta út Fyndnar eða sorglegar pælingar Liverpool stuðningsmanna? Hituðu upp fyrir Liverpool með því að ná Man. City að stigum Segir suma leikmenn Man Utd ekki nógu góða og suma með of góð laun Manchester City rak stjórann sinn fimm dögum fyrir bikarúrslitaleik Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna „Slakir og hægir í fyrri hálfleik“ Sjá meira