Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 12:22 Þórólfur Guðnason hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði sínu með næstu sóttvarnaaðgerðum innanlands. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. „Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann . Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira
„Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann .
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Sjá meira