Tilslakanir ekki í kortunum: „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2021 12:22 Þórólfur Guðnason hefur skilað heilbrigðisráðherra minnisblaði sínu með næstu sóttvarnaaðgerðum innanlands. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum innanlands eru ekki í kortunum, að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Þórólfur hefur skilað heilbrigðisráðherra tillögum sínum um næstu aðgerðir en vill ekki gefa upp hvað nákvæmlega felst í þeim fyrir utan það að litlar breytingar verði innanlands. „Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann . Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira
„Ég er ekki að leggja til miklar breytingar,” segir hann. Hann segir að í ljósi smits sem kom upp um þarsíðustu helgi, þegar einstaklingur smitaður af breska afbrigði kórónuveirunnar sótti tónleika í Hörpu, að áfram þurfi að fara mjög varlega. „Við njótum mjög mikils frjálsræðis núna myndi ég telja, miðað við marga aðra, og við eigum að nýta okkur það. En í tillögunum hef ég lagt til að skerpt verði á nokkrum atriðum innanlands og eina á landamærunum en það kemur bara í ljós,” segir hann. Líkt og greint hefur verið frá hefur Þórólfur lagt til að börn verði skimuð á landamærunum. „Þetta nýja afbrigði veirunnar virðist vera að valda meiri veikindum hjá til dæmis börnum og yngra fólki á Norðurlöndunum, eins og í Noregi, og ég held að við þurfum að tryggja það að börn fari ekki að bera inn veiruna á þessari stundu. Ég held að við getum gert það án þess að fara í einhverjar íþyngjandi aðgerðir.” Verða einhverjar tilslakanir? „Nei, það er ekkert að sjá í stórum dráttum.” Astra Zeneca enn til skoðunar Íslensk sóttvarnayfirvöld ákváðu á fimmtudaginn í síðustu viku að hætta tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni vegna gruns um aukaverkanir á borð við blóðtappa. Enn er þó ekki búið að sýna fram á slíkt orsakasamhengi með óyggjandi hætti. „Við erum enn að skoða ýmsar tölur hver tíðnin á þessum blóðsegavanda er hér innanlands. Lyfjastofnun Evrópu er að skoða þessi mál og hefur sagt að hún muni gefa sér þessa viku til að gera það. Við erum að skoða þetta og viljum vera eins viss og við getum um að það sé ekki orsakasamhengi þarna á milli.” Bólusetningavottorð utan EES ekki tekin gild Í Morgunblaðinu í dag var greint frá því að farþegar utan Schengen-svæðisins, til dæmis Bandaríkjamenn, Bretar og Kínverjar, fái ekki að koma inn í landið án þess að fara í sóttkví – þrátt fyrir að vera með bólusetningavottorð. Þórólfur segist hafa lagt til einhverjar breytingar hvað það varðar. „Samkvæmt reglugerðinni þá er það þannig að bólusetningavottorð eru tekin gild innan EES-svæðisins og eins utan svæðisins ef fólk er með þetta svokallaða alþjóðlega bólusetningaskírteini. Þau eru líka tekin gild sama hvaðan þau eru. Það eru ekki tekin vottorð gild eins og staðan er núna utan EES-svæðisins um fyrri sýkingu. Þannig er staðan og ég hef komið með nokkrar tillögur þar að lútandi í þessu minnisblaði,” segir hann .
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fleiri fréttir „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Sjá meira