Vatíkanið bannar blessun samvistar samkynja para Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 14:49 Í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para séu ekki samkvæmt ætlun guðs. AP/Gregorio Borgia Vatíkanið gaf í dag út ákvörðun, sem Frans páfi, samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa samvist samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Samkynhneigðir kaþólikkar höfðu bundið vonir við að Frans myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Sérstaklega eftir að hann lýsti stuðningi við staðfestingu samvistar samkynja para í viðtali sem tekið var árið 2019 en birt í fyrra. Þar sagði Frans páfi að samkynhneigt fólk ætti „rétt á því að vera í fjölskyldu“ og að þau væru börn guðs. Kallaði hann eftir því að samkynhneigt fólk hljóti lagalega vernd. Var hann að tala um afstöðu sína og annarra leiðtoga kirkjunnar í Argentínu á árum áður, þegar ráðamenn þar voru að íhuga lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Sjá einnig: Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Þessi nýja ákvörðun Vatíkansins þykir þó til marks um að páfinn sé ekki tilbúinn til að breyta reglum og viðmiðum kirkjunnar með því markmiði að koma til móts við kaþólskt LGBT-fólk. AP fréttaveitan fjallar um ákvörðunina og segir í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para sé ekki samkvæmt ætlun guðs, jafnvel þó hún innihaldi jákvæða þætti. Því sé ekki hægt að veita þeim blessun guðs. Sama stofnun Vatíkansins og gaf út þessa ákvörðun, sagði í sambærilegri ákvörðun árið 2003 að virðing kirkjunnar fyrir samkynhneigðu fólki gæti ekki leitt til samþykktar samkynhneigðar hegðunar og lagalegrar samþykktar hjónabanda samkynja para. Þannig væri verið að samþykkja „afbrigðilega hegðun“ og setja hjónabönd samkynja para á sama stall og hjónaband manns og konu. Samkvæmt frétt Washington Post eru prestar og biskupar víða um heim farnir að ræða sín á milli að blessa samvist samkynja para. Mikil umræða um það hefur til að mynda farið fram í Þýskalandi og þar vilji pólitískir leiðtogar að kirkjan aðlagist nútímanum. Kirkjan segir ákvörðunina ekki ætlað að vera mismunun gegn LGBT-fólki og er kallað eftir því að prestar komi fram við samkynhneigt fólk af virðingu og viðkvæmni. Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Trúmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Samkynhneigðir kaþólikkar höfðu bundið vonir við að Frans myndi bæta viðhorf kaþólsku kirkjunnar til þeirra. Sérstaklega eftir að hann lýsti stuðningi við staðfestingu samvistar samkynja para í viðtali sem tekið var árið 2019 en birt í fyrra. Þar sagði Frans páfi að samkynhneigt fólk ætti „rétt á því að vera í fjölskyldu“ og að þau væru börn guðs. Kallaði hann eftir því að samkynhneigt fólk hljóti lagalega vernd. Var hann að tala um afstöðu sína og annarra leiðtoga kirkjunnar í Argentínu á árum áður, þegar ráðamenn þar voru að íhuga lögleiðingu hjónabanda samkynja para. Sjá einnig: Páfinn lýsir yfir stuðningi við staðfesta samvist samkynja para Þessi nýja ákvörðun Vatíkansins þykir þó til marks um að páfinn sé ekki tilbúinn til að breyta reglum og viðmiðum kirkjunnar með því markmiði að koma til móts við kaþólskt LGBT-fólk. AP fréttaveitan fjallar um ákvörðunina og segir í skjali sem Vatíkanið birti í dag komi fram að samvist samkynja para sé ekki samkvæmt ætlun guðs, jafnvel þó hún innihaldi jákvæða þætti. Því sé ekki hægt að veita þeim blessun guðs. Sama stofnun Vatíkansins og gaf út þessa ákvörðun, sagði í sambærilegri ákvörðun árið 2003 að virðing kirkjunnar fyrir samkynhneigðu fólki gæti ekki leitt til samþykktar samkynhneigðar hegðunar og lagalegrar samþykktar hjónabanda samkynja para. Þannig væri verið að samþykkja „afbrigðilega hegðun“ og setja hjónabönd samkynja para á sama stall og hjónaband manns og konu. Samkvæmt frétt Washington Post eru prestar og biskupar víða um heim farnir að ræða sín á milli að blessa samvist samkynja para. Mikil umræða um það hefur til að mynda farið fram í Þýskalandi og þar vilji pólitískir leiðtogar að kirkjan aðlagist nútímanum. Kirkjan segir ákvörðunina ekki ætlað að vera mismunun gegn LGBT-fólki og er kallað eftir því að prestar komi fram við samkynhneigt fólk af virðingu og viðkvæmni.
Mannréttindi Páfagarður Hinsegin Trúmál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira