Avatar aftur á toppinn Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2021 12:10 Avatar var endursýnd í kvikmyndahúsum í Kína um helgina. Kvikmyndin Avatar frá árinu 2009 er aftur orðin arðbærasta kvikmynd sögunnar, eftir að hún var nýverið endursýnd í kvikmyndahúsum í Kína. Avengers: Endgame hafði tekið efsta sætið af Avatar sumarið 2019. Avatar halaði inn fjórum milljónum dala í kvikmyndahúsum í Kína á föstudaginn og fór þar með yfir Endgame aftur. Á heimsvísu hafa áhorfendur greitt alls rúmlega 2,8 milljarða dala til að sjá Avatar, samkvæmt frétt CNN, en það samsvarar um um 360 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Deadline hefur Endgame halað inn 2,797 milljörðum dala. Irayo to our fans in China for coming out to see Avatar on the big screen this weekend! This crown belongs to Na vi Nation - it couldn t have happened without you. @jonlandau @JimCameron pic.twitter.com/6PWgrV1geg— Avatar (@officialavatar) March 13, 2021 Leikstjórinn James Cameron sló eigið met þegar Avatar verð tekjuhæsta myndin árið 2010. Þar áður var Titanic, sem Cameron leikstýrði einnig, sú tekjuhæsta kvikmynd sem hafði verið framleidd. Allar myndirnar þrjár eru nú í eigu Disney. Þegar Endgame tók fram úr Avatar birti Cameron mynd af Iron Man á Pandoru. Congratulations, @MarvelStudios! pic.twitter.com/DWZDX0uDVi— Avatar (@officialavatar) July 22, 2019 Sjá einnig: James Cameron óskar Marvel til hamingju með að hafa slegið met sitt Bræðurnir Joe og Anthony Russo, leikstjórar Endgame, virðast sömuleiðis hafa tekið þessum nýjustu fregnum vel og hrósuðu Cameron á instagram. View this post on Instagram A post shared by The Russo Brothers (@therussobrothers) Cameron hefur um árabil unnið að gerð fjögurra nýrra kvikmynda í söguheimi Avatar. Frumsýningu fyrstu framhaldsmyndarinnar hefur ítrekað verið frestað og stendur nú til að frumsýna hana í desember á næsta ári. Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á framleiðslu myndanna en Cameron sagði í september í fyrra að tökum fyrir Avatar 2 væri lokið og Avatar 3 væri langt komin. Congratulations to @JimCameron ,@JonLandau , and ALL of Na'vi Nation for reclaiming the box office crown! We love you 3000. @OfficialAvatar pic.twitter.com/WlMWRcL15y— Marvel Studios (@MarvelStudios) March 13, 2021 Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira
Avatar halaði inn fjórum milljónum dala í kvikmyndahúsum í Kína á föstudaginn og fór þar með yfir Endgame aftur. Á heimsvísu hafa áhorfendur greitt alls rúmlega 2,8 milljarða dala til að sjá Avatar, samkvæmt frétt CNN, en það samsvarar um um 360 milljörðum króna. Samkvæmt frétt Deadline hefur Endgame halað inn 2,797 milljörðum dala. Irayo to our fans in China for coming out to see Avatar on the big screen this weekend! This crown belongs to Na vi Nation - it couldn t have happened without you. @jonlandau @JimCameron pic.twitter.com/6PWgrV1geg— Avatar (@officialavatar) March 13, 2021 Leikstjórinn James Cameron sló eigið met þegar Avatar verð tekjuhæsta myndin árið 2010. Þar áður var Titanic, sem Cameron leikstýrði einnig, sú tekjuhæsta kvikmynd sem hafði verið framleidd. Allar myndirnar þrjár eru nú í eigu Disney. Þegar Endgame tók fram úr Avatar birti Cameron mynd af Iron Man á Pandoru. Congratulations, @MarvelStudios! pic.twitter.com/DWZDX0uDVi— Avatar (@officialavatar) July 22, 2019 Sjá einnig: James Cameron óskar Marvel til hamingju með að hafa slegið met sitt Bræðurnir Joe og Anthony Russo, leikstjórar Endgame, virðast sömuleiðis hafa tekið þessum nýjustu fregnum vel og hrósuðu Cameron á instagram. View this post on Instagram A post shared by The Russo Brothers (@therussobrothers) Cameron hefur um árabil unnið að gerð fjögurra nýrra kvikmynda í söguheimi Avatar. Frumsýningu fyrstu framhaldsmyndarinnar hefur ítrekað verið frestað og stendur nú til að frumsýna hana í desember á næsta ári. Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á framleiðslu myndanna en Cameron sagði í september í fyrra að tökum fyrir Avatar 2 væri lokið og Avatar 3 væri langt komin. Congratulations to @JimCameron ,@JonLandau , and ALL of Na'vi Nation for reclaiming the box office crown! We love you 3000. @OfficialAvatar pic.twitter.com/WlMWRcL15y— Marvel Studios (@MarvelStudios) March 13, 2021
Bíó og sjónvarp Disney Mest lesið Fagnaði 35 árum með stæl í Kólumbíu Lífið Kim mældist með „litla heilavirkni“ Lífið Stjörnulífið: Ólétta og ást í 23 ár Lífið Er hægt að njóta kynlífs þrátt fyrir mikla áfallasögu? Lífið Fela einhverfu til að passa inn Lífið Nýtt lúxushótel við svarta strönd býður upp á kyrrð og fegurð Lífið samstarf Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Menning Óþægilegt erótískt ljóð Kennedy afhjúpað í framhjáhaldsdeilu Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Fleiri fréttir Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Udo Kier er látinn Helga Margrét tekur við af Króla Framleiða keflvískan krimma sem gerist á hápunkti kalda stríðsins Æstur aðdáandi óð í Grande Hafnar ásökunum um dónamyndir og segir þveröfugt farið Sópa til sín verðlaunum um heim allan Íslenskur Taskmaster kemur í vor Hannes í víking með gamansama glæpamynd Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Sjá meira