Leggja allt sitt traust á gamla gengið gegn óttalausu Atalanta-liði Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. mars 2021 14:11 Toni Kroos á ferðinni í fyrri leik Real Madrid og Atalanta sem spænska liðið vann, 0-1. getty/Antonio Villalba Sigursælasta lið í sögu Meistaradeildar Evrópu, Real Madrid, er með eins marks forskot fyrir seinni leikinn gegn Atalanta í sextán liða úrslitum keppninnar og treystir á reynsluna til að komast yfir þann hjalla. Real Madrid vann fyrri leik liðanna í Bergamo með einu marki gegn engu. Sá leikur breyttist strax á 17. mínútu þegar svissneski miðjumaðurinn Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Ferland Mendy. Eftir það þurfti hið sóknarglaða lið Atalanta að gera sér að góðu að verjast af öllum mætti og það tókst næstum því. En Mendy gerði Atalanta aftur grikk þegar hann skoraði með góðu hægri fótar skoti fyrir utan vítateig fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid vann því 0-1 sigur og fór með dýrmætt útivallarmark í farteskinu frá Ítalíu. Atalanta hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni frá fyrri leiknum gegn Real Madrid. Eina tapið var fyrir toppliði Inter. Á meðan hefur Real Madrid leikið þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gerðu jafntefli við Real Sociedad og Atlético Madrid en unnu Elche um helgina, 2-1, þar sem Karim Benzema skoraði bæði mörkin. Ómetanlegur Benzema Það er engum ofsögum sagt að Benzema sé mikilvægasti sóknarmaður Real Madrid. Raunar virðist hann vera sá eini sem getur skorað í liðinu. Frakkinn hefur skorað tuttugu mörk í öllum keppnum í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Real Madrid á tímabilinu, Casemiro, er með sex mörk. Á meðan er Atalanta með nóg af mönnum sem geta skorað. Kólumbísku framherjarnir Luis Muriel og Duván Zapata fara þar fremstir í flokki en þeir hafa samtals skorað 32 mörk í öllum keppnum í vetur. Ramos snýr aftur Muriel, Zapata og félagar í framlínu Atalanta þurfa þó að komast framhjá Sergio Ramos í leiknum í kvöld en hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. Real Madrid hefur ekki dottið úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Ramos í liðinu síðan 2015. Hann var fjarri góðu gamni þegar Real Madrid féll úr leik fyrir Ajax 2019 og Manchester City í fyrra. Það vantar ekki þekkinguna og sigurhefðina í lið Real Madrid með þá Ramos, Benzema, Luka Modric og Toni Kroos í broddi fylkingar. Þeir voru allir í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina 2014 og svo þrjú ár í röð (2016-18). Gamla gengið hjá Real Madrid sem ætlar að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.as Á forsíðu AS í dag var mynd af fjórmenningunum undir yfirskriftinni að Real Madrid þyrfti að treysta á þessa þrautreyndu kappa í leiknum í kvöld. Hársbreidd frá undanúrslitunum Öfugt við Real Madrid er ekki mikil Meistaradeildarreynsla í liði Atalanta sem er aðeins á öðru tímabili sínu í keppninni. Atalanta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, sínu fyrsta tímabili í keppninni, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Paris Saint-Germain, 2-1, í átta liða úrslitunum. Þrátt fyrir að staðan sé erfið og andstæðingurinn sterkur eru strákarnir hans Gians Piero Gasperini hvergi bangnir og munu væntanlega spila af sama óttaleysinu í kvöld og í flestum öðrum leikjum sínum. Leikur Real Madrid og Atalanta hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni á sömu stöð klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira
Real Madrid vann fyrri leik liðanna í Bergamo með einu marki gegn engu. Sá leikur breyttist strax á 17. mínútu þegar svissneski miðjumaðurinn Remo Freuler var rekinn af velli fyrir brot á Ferland Mendy. Eftir það þurfti hið sóknarglaða lið Atalanta að gera sér að góðu að verjast af öllum mætti og það tókst næstum því. En Mendy gerði Atalanta aftur grikk þegar hann skoraði með góðu hægri fótar skoti fyrir utan vítateig fjórum mínútum fyrir leikslok. Real Madrid vann því 0-1 sigur og fór með dýrmætt útivallarmark í farteskinu frá Ítalíu. Atalanta hefur unnið þrjá af fjórum leikjum sínum í ítölsku úrvalsdeildinni frá fyrri leiknum gegn Real Madrid. Eina tapið var fyrir toppliði Inter. Á meðan hefur Real Madrid leikið þrjá leiki í spænsku úrvalsdeildinni. Madrídingar gerðu jafntefli við Real Sociedad og Atlético Madrid en unnu Elche um helgina, 2-1, þar sem Karim Benzema skoraði bæði mörkin. Ómetanlegur Benzema Það er engum ofsögum sagt að Benzema sé mikilvægasti sóknarmaður Real Madrid. Raunar virðist hann vera sá eini sem getur skorað í liðinu. Frakkinn hefur skorað tuttugu mörk í öllum keppnum í vetur. Næstmarkahæsti leikmaður Real Madrid á tímabilinu, Casemiro, er með sex mörk. Á meðan er Atalanta með nóg af mönnum sem geta skorað. Kólumbísku framherjarnir Luis Muriel og Duván Zapata fara þar fremstir í flokki en þeir hafa samtals skorað 32 mörk í öllum keppnum í vetur. Ramos snýr aftur Muriel, Zapata og félagar í framlínu Atalanta þurfa þó að komast framhjá Sergio Ramos í leiknum í kvöld en hann er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. Real Madrid hefur ekki dottið úr leik í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar með Ramos í liðinu síðan 2015. Hann var fjarri góðu gamni þegar Real Madrid féll úr leik fyrir Ajax 2019 og Manchester City í fyrra. Það vantar ekki þekkinguna og sigurhefðina í lið Real Madrid með þá Ramos, Benzema, Luka Modric og Toni Kroos í broddi fylkingar. Þeir voru allir í liði Real Madrid sem vann Meistaradeildina 2014 og svo þrjú ár í röð (2016-18). Gamla gengið hjá Real Madrid sem ætlar að koma liðinu í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar.as Á forsíðu AS í dag var mynd af fjórmenningunum undir yfirskriftinni að Real Madrid þyrfti að treysta á þessa þrautreyndu kappa í leiknum í kvöld. Hársbreidd frá undanúrslitunum Öfugt við Real Madrid er ekki mikil Meistaradeildarreynsla í liði Atalanta sem er aðeins á öðru tímabili sínu í keppninni. Atalanta var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrra, sínu fyrsta tímabili í keppninni, en tapaði á grátlegan hátt fyrir Paris Saint-Germain, 2-1, í átta liða úrslitunum. Þrátt fyrir að staðan sé erfið og andstæðingurinn sterkur eru strákarnir hans Gians Piero Gasperini hvergi bangnir og munu væntanlega spila af sama óttaleysinu í kvöld og í flestum öðrum leikjum sínum. Leikur Real Madrid og Atalanta hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Manchester City og Borussia Mönchengladbach á Stöð 2 Sport 3. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport og þeir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmessunni á sömu stöð klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Sjá meira