Kannast ekki við tal um aðskilnað en sagði áður „óhjákvæmilegt“ að stefna að því markmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 14:48 Ráðherra vildi ekki kannast við það í dag að rætt hefði verið að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Dómsmálaráðherra sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ekki kannast við að um það hefði verið rætt að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Stangast þetta á við fyrri ummæli ráðherra um málið. Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“ Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“
Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira