Gummi Ben: Ronaldo er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en Messi deyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 14:46 Cristiano Ronaldo skoraði þrennu um helgina en í vikunni áður fékk hann á sig mikla gagnrýni fyrir framistöðu sína í Meistaradeildinni. AP/Alessandro Tocco Framtíð Cristiano Ronaldo var til umræðu í nýjasta þættinum af Sportinu í dag sem er nú aðgengilegur inn á Vísi. Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Litli bróðir Stephen Curry til Golden State Körfubolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stuð í klefanum hjá Víkingum eftir að sætið var í höfn - myndband Íslenski boltinn Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Körfubolti Ísland vann riðilinn í Búlgaríu með yfirburðum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mörkin og allt það helsta úr enska boltanum í gær Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Messi og félagar í úrslit MLS í fyrsta sinn Sjáðu endurkomusigur Sunderland og öll mörk gærdagsins Everton engin fyrirstaða fyrir Newcastle Sanngjarn sigur gestanna frá Fulham Andri Lucas á skotskónum í svekkjandi jafntefli Fjórir sigrar í röð hjá Börsungum Atli Sigurjónsson heim í Þór Ótrúleg endurkoma Sunderland og Igor Thiago hetja Brentford Mikael Egill lagði upp sigurmark Genoa Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Foden kom City á beinu brautina á ný Palmer klár eftir að hafa tábrotnað heima hjá sér Baðst afsökunar á að hafa gert grín að nefi mótherja Sigursæl knattspyrnukona í herferð fyrir einstæðar mæður Starfsmaður Chelsea stal 34 milljónum af félaginu Dómari gaf sautján rauð spjöld í sama leik Sjá meira