Gummi Ben: Ronaldo er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en Messi deyr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2021 14:46 Cristiano Ronaldo skoraði þrennu um helgina en í vikunni áður fékk hann á sig mikla gagnrýni fyrir framistöðu sína í Meistaradeildinni. AP/Alessandro Tocco Framtíð Cristiano Ronaldo var til umræðu í nýjasta þættinum af Sportinu í dag sem er nú aðgengilegur inn á Vísi. Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Guðmundur Benediktsson var gestur þeirra Henrys Birgis Gunnarssonar og Ríkharðs Óskars Guðnasonar í nýjasta hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag á Vísi. Kjartan Atli Kjartansson var ekki með að þessu sinni en það kom öflugur varamaður inn fyrir hann. Guðmundur Benediktsson var meðal annars spurður út í það hvar hann haldi að Cristiano Ronaldo spili á næstu leiktíð. Ronaldo er á sínu þriðja tímabili með Juventus en liðið datt út úr Meistaradeildinni á dögunum og það ævintýri ætlar ekki að ganga upp. Henry Birgir býst ekki við því að Ronaldo verði áfram hjá Juventus: „Þó svo að hann hafi sett þessa þrennu á hálftíma í einhverjum leik í deildinni þá núllar það ekki út hvað hann var slakur í þessum Evrópuleik. Hann var fenginn þangað til að hjálpa liðinu að stíga stóra skrefið í átta að Meistaradeildartitlinum og klára það dæmi,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Það er ekki að ganga upp og hann er ekki að yngjast. Hann er vissulega ennþá stórkostlegur en það koma fyrir leikir þar sem hann lítur út fyrir að vera á þeim aldri sem hann raunverulega er á. Þessi Porto leikur var svo sannarlega einn þeirra,“ sagði Henry Birgir. „Hann er klárlega einn af stærstu íþróttamönnum sögunnar leyfi ég mér að segja. Hann er magnaður. Ég held að það sé ekki tilviljun að þessir orðrómar eru svona háværir um það að Juventus muni reyna að losa hann. Hvort þeim takist að losa hann fyrir eitthvað verð sem þeir sætta sig við. Þeir munu aldrei fá einhvern helling fyrir 36 ára gamlan mann eins stórkostlegur og hann er,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Kannski yrði það draumaniðurstaðan fyrir alla ef Real Madrid hefur áhuga á því að fá hann aftur. Að hann fái að deyja drottni sínum þar,“ sagði Guðmundur sem heldur að Ronaldo munu spila fyrir lið sem verður í Meistaradeildinni. „Hann er ekki að fara frá Evrópu og úr Meistaradeildinni fyrr en að Messi deyr. Hann ætlar ekki að láta Messi ná sér í markatölfræðinni. Hann er ekki að fara frá Evrópu,“ sagði Guðmundur. Ef hann fer frá Juventus hvert heldur Guðmundur að Ronaldo fari. „Ef ég þyrfti að velja eitt félag þá væri það Paris Saint Germain. Þar getur hann unnið deildina og verður í Meistaradeild. Ég á rosalega erfitt með að sjá fyrir mér Real Madrid eða Manchester United aftur. Þó að hann sé ótrúlegur íþróttamaður þá held ég að það sé erfitt að fara inn í ensku úrvalsdeildina og þá sérstaklega þessa deild á þessum aldri,“ sagði Guðmundur. Það má hlusta á meira frá Guðmundi og allan þáttinn hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Engar svakalegar reglur hér“ Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum Fótbolti „Þetta er svekkjandi“ Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Fótbolti „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Fótbolti Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira