Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 19:50 Bóluefni AstraZeneca geymist í um sex tíma eftir að það hefur verið blandað. Vísir/Vilhelm Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir lán í óláni að ekki hafi þurft að farga fleiri skömmtum en raunin varð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ segir Anna Sigrún, en bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Við náðum ekki að nýta það, því það komu þessi leiðinlegu skilaboð um að við þyrftum að hætta. Það þurfti því að farga rúmlega hundrað skömmtum,“ segir Anna Sigrún. Sex tíma ending eftir blöndun Bólusetning var hafin á spítalanum þegar tilkynnt var um tímabundna stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur gert tímabundið hlé á bólusetningu með efninu vegna tilkynninga um blóðtappa í kjölfar bólusetningar, en rannsóknir á mögulegum orsakatengslum standa nú yfir. Meðal annarra ríkja sem hafa gert hlé á bólusetningu eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta,“ segir Anna Sigrún. Hún segir þá heppilegt að bóluefni AstraZeneca hafi langan geymslutíma eftir að innsigli þess hefur verið rofið, lengri en til að mynda bóluefni Pfizer. „Ef þú ert byrjaður að blanda og átt skammtana klára, þá taparðu þeim innan sex tíma. Þess vegna höfum við og heilsugæslan verið þá reglu að ef eitthvað er að ganga af hjá okkur, eftir bólusetningar dagsins, þá erum við með lista af fólki sem við hringjum í sem getur komið og fengið bólusetningu.“ Þannig hefur fólk úr aldurshópum fyrir neðan þá sem skráðir voru í bólusetningu stundum verið kallað fyrr til, þegar allir sem vilja úr viðkomandi hópi hafa verið bólusettir þann daginn. Þannig sé hægt að tryggja að sem minnst af bóluefni fari til spillis. Bólusetning á spítalanum gengið vel Anna Sigrún segir starfsmenn hafa sýnt því skilning að gera hafi þurft hlé á bólusetningum, þó margir þeirra vilji vera bólusettir sem fyrst. Koma þurfi í ljós hvort stöðvunin á notkun efnisins verði til þess að starfsfólk veigri sér við að þiggja bólusetningu með efninu frá AstraZeneca. „Fólk fær boð og annað hvort þiggur það bólusetningu eða ekki. Það hefur hins vegar gengið mjög vel, fólk hefur verið að þiggja bólusetningar almennt.“ Afföll hafi verið eins og búist var við, einfaldlega vegna veikinda á bólusetningardegi og annarra tilfallandi forfalla. Þá hafi einhverjir ófrískir starfsmenn spítalans ákveðið að bíða með að þiggja bólusetningu. „Bólusetning hefur gengið vel fram að þessu og þetta var svakalega svekkjandi,“ segir Anna Sigrún að lokum um þá rúmlega hundrað bóluefnaskammta sem þurfti að farga. Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Þetta staðfestir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans, í samtali við Vísi. Hún segir lán í óláni að ekki hafi þurft að farga fleiri skömmtum en raunin varð. „Það var hafin bólusetning þarna um morguninn. Þá var búið að blanda skammta fyrir bólusetningartímabilið þann daginn,“ segir Anna Sigrún, en bóluefni AstraZeneca geymist í um sex klukkutíma eftir að það hefur verið blandað. „Við náðum ekki að nýta það, því það komu þessi leiðinlegu skilaboð um að við þyrftum að hætta. Það þurfti því að farga rúmlega hundrað skömmtum,“ segir Anna Sigrún. Sex tíma ending eftir blöndun Bólusetning var hafin á spítalanum þegar tilkynnt var um tímabundna stöðvun á notkun bóluefnis AstraZeneca. Ísland er eitt þeirra landa sem hefur gert tímabundið hlé á bólusetningu með efninu vegna tilkynninga um blóðtappa í kjölfar bólusetningar, en rannsóknir á mögulegum orsakatengslum standa nú yfir. Meðal annarra ríkja sem hafa gert hlé á bólusetningu eru Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Þýskaland. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. „Það var nánast fólk með nálina í öxlinni þegar tilkynningin kom. Við vorum byrjuð að bólusetja þennan dag. Við blöndum samdægurs, því þetta lifir í svo stuttan tíma. Það var sem betur fer ekki meira en þetta,“ segir Anna Sigrún. Hún segir þá heppilegt að bóluefni AstraZeneca hafi langan geymslutíma eftir að innsigli þess hefur verið rofið, lengri en til að mynda bóluefni Pfizer. „Ef þú ert byrjaður að blanda og átt skammtana klára, þá taparðu þeim innan sex tíma. Þess vegna höfum við og heilsugæslan verið þá reglu að ef eitthvað er að ganga af hjá okkur, eftir bólusetningar dagsins, þá erum við með lista af fólki sem við hringjum í sem getur komið og fengið bólusetningu.“ Þannig hefur fólk úr aldurshópum fyrir neðan þá sem skráðir voru í bólusetningu stundum verið kallað fyrr til, þegar allir sem vilja úr viðkomandi hópi hafa verið bólusettir þann daginn. Þannig sé hægt að tryggja að sem minnst af bóluefni fari til spillis. Bólusetning á spítalanum gengið vel Anna Sigrún segir starfsmenn hafa sýnt því skilning að gera hafi þurft hlé á bólusetningum, þó margir þeirra vilji vera bólusettir sem fyrst. Koma þurfi í ljós hvort stöðvunin á notkun efnisins verði til þess að starfsfólk veigri sér við að þiggja bólusetningu með efninu frá AstraZeneca. „Fólk fær boð og annað hvort þiggur það bólusetningu eða ekki. Það hefur hins vegar gengið mjög vel, fólk hefur verið að þiggja bólusetningar almennt.“ Afföll hafi verið eins og búist var við, einfaldlega vegna veikinda á bólusetningardegi og annarra tilfallandi forfalla. Þá hafi einhverjir ófrískir starfsmenn spítalans ákveðið að bíða með að þiggja bólusetningu. „Bólusetning hefur gengið vel fram að þessu og þetta var svakalega svekkjandi,“ segir Anna Sigrún að lokum um þá rúmlega hundrað bóluefnaskammta sem þurfti að farga.
Bólusetningar Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Töldu svigrúm til að hinkra með AstraZeneca-bóluefni í ljósi fárra smita Fá ný innanlandssmit voru talin gefa íslenskum sóttvarnayfirvöldum svigrúm til að bíða með bólusetningar með bóluefni AstraZeneca þar til tilkynningar um fólk sem hefur fengið blóðtappa hafa verið rannsakaðar, að sögn forstjóra Lyfjastofnunar. 16. mars 2021 16:43
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09
Svíar stöðva einnig notkun á bóluefni AstraZeneca Heilbrigðisyfirvöld í Svíþjóð hafa ákveðið að stöðva notkun á bóluefni AstraZeneca þar til að Lyfjastofnun Evrópu hefur lokið rannsókn sinni á mögulegum aukaverkunum. Fjölmörg ríki Evrópu hafa nú þegar stöðvað notkunina, þar á meðal Ísland, eftir að fréttir bárust af því að að fólk hafi verið að fá blóðtappa í kjölfar sprautunnar. 16. mars 2021 08:23