Arnar Daði: Hefði misst allt hárið hefði leikurinn verið jafn í síðustu sókn FH Andri Már Eggertsson skrifar 16. mars 2021 21:42 Arnar Daði gat leyft sér að brosa yfir góðum síðari hálfleik sinna manna. Vísir/Sigurjón Olís deildin fór af stað á nýjan leik eftir að landsleikjahlé hafi verið gert á deildinni. Lokamínútur leiksins voru æsispennandi sem endaði með að FH jafnaði leikinn þegar þrjár sekúndur voru eftir. Lokatölur í Hertz höllinni 30-30 „Ég væri vanþakklátur ef ég tæki ekki eitt stig á móti FH, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn í Kaplakrika spilaðist. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir í kvöld og er ég stoltur af liðinu,“ sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu og bætti við að hans menn komu honum á óvart í kvöld. Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á að jafna leikinn fyrstu tuttugu mínútur leiksins, þangað til FH endaði fyrri hálfleikinn á 7-1 kafla og voru yfir 10-15 í hálfleik. „Við fórum að brjóta okkur úr mynstrinu, við lögðum upp með að spila á ákveðin hátt sem gekk fyrstu tuttugu mínútur leiksins, síðan fórum við að kasta boltanum frá okkur, taka léleg skot og fá auðveld mörk í bakið á okkur.“ „Við erum fimm mörkum undir í hálfleik, síðan um miðjan seinni hálfleik minnkum við leikinn niður í eitt mark og þá kom kafli sem við fórum illa með dauðafærin okkar bæði víti og hraðahlaupi.“ „Við vorum frábærir í seinni hálfleik og er okkur að kenna að við vinnum ekki leikinn, við klikkuðum á dauðafærum sem FH nýtti sér og juku forskotið sitt. Við komust síðan undir lokinn aftur inn í leikinn og komust yfir um tíma. Úr því sem komið var áttum við skilið meira,“ sagði Arnar ánægður með seinni hálfleik liðsins. Lokamínútur leiksins voru hin mesta skemmtun, Grótta komust yfir þegar 24 sekúndur voru eftir að leiknum en þá fékk Daníel Griffin tveggja mínútna brottvísun sem FH nýtti sér og jafnaði leikinn 30-30 með þrjár sekúndur eftir af klukkunni. „Þetta er ekki fyrsti naglbíturinn sem við lendum í og finnst mér of margir leikir detta með andstæðingunum sem við verðum að reyna breyta, það er þó frábært að vera yfir á móti FH þegar þeir fengu sína síðustu sókn, hefði leikurinn verið jafn þegar FH var í sókn hefði ég misst allt hárið í síðustu sókninni,“ sagði Arnar Daði sáttur með að fá ekki á sig sigurmark og tapa leiknum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Ég væri vanþakklátur ef ég tæki ekki eitt stig á móti FH, sérstaklega miðað við hvernig leikurinn í Kaplakrika spilaðist. Strákarnir sýndu úr hverju þeir eru gerðir í kvöld og er ég stoltur af liðinu,“ sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu og bætti við að hans menn komu honum á óvart í kvöld. Leikurinn byrjaði jafn og skiptust liðin á að jafna leikinn fyrstu tuttugu mínútur leiksins, þangað til FH endaði fyrri hálfleikinn á 7-1 kafla og voru yfir 10-15 í hálfleik. „Við fórum að brjóta okkur úr mynstrinu, við lögðum upp með að spila á ákveðin hátt sem gekk fyrstu tuttugu mínútur leiksins, síðan fórum við að kasta boltanum frá okkur, taka léleg skot og fá auðveld mörk í bakið á okkur.“ „Við erum fimm mörkum undir í hálfleik, síðan um miðjan seinni hálfleik minnkum við leikinn niður í eitt mark og þá kom kafli sem við fórum illa með dauðafærin okkar bæði víti og hraðahlaupi.“ „Við vorum frábærir í seinni hálfleik og er okkur að kenna að við vinnum ekki leikinn, við klikkuðum á dauðafærum sem FH nýtti sér og juku forskotið sitt. Við komust síðan undir lokinn aftur inn í leikinn og komust yfir um tíma. Úr því sem komið var áttum við skilið meira,“ sagði Arnar ánægður með seinni hálfleik liðsins. Lokamínútur leiksins voru hin mesta skemmtun, Grótta komust yfir þegar 24 sekúndur voru eftir að leiknum en þá fékk Daníel Griffin tveggja mínútna brottvísun sem FH nýtti sér og jafnaði leikinn 30-30 með þrjár sekúndur eftir af klukkunni. „Þetta er ekki fyrsti naglbíturinn sem við lendum í og finnst mér of margir leikir detta með andstæðingunum sem við verðum að reyna breyta, það er þó frábært að vera yfir á móti FH þegar þeir fengu sína síðustu sókn, hefði leikurinn verið jafn þegar FH var í sókn hefði ég misst allt hárið í síðustu sókninni,“ sagði Arnar Daði sáttur með að fá ekki á sig sigurmark og tapa leiknum. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Grótta Mest lesið Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Körfubolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni