Tveir látnir eftir stærðarinnar flugeldasprengingu á heimili Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 14:05 Húsið var verulegta illa farið eftir sprenginguna. Getty/Watchara Phomicinda Tveir menn eru látnir eftir stórar flugeldasprengingar á heimili í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær. Þrír særðust lítillega og einn hundur drapst í sprengingunni sem skóku hverfi í borginni Ontario, nærri Los Angeles. Svo virðist sem að flugeldum hafi verið safnað á heimilinu en samkvæmt frétt CBS í Los Angeles liggur ekki fyrir hvað olli fyrstu sprengingunni. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að fólk sem hafi verið í húsinu hafi flúið og komist í öryggi. Bannað er að selja, eiga og geyma flugelda í Ontario en nágrannar segjast reglulega hafa heyrt í flugeldum í hverfinu undanfarin ár. Það hafi verið kvartað yfir því á samfélagsmiðlum. Ekki er ljóst hvort hinir látnu bjuggu í húsinu eða öðrum húsum þar nærri en mörg hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Íbúi í hverfinu segir að í raun hafi um nokkrar sprengingar verið að ræða. Hún hafi fundið þá fyrstu eins og jarðskjálfta sem hafi hrist allt hús hennar. Hún tók myndband af sprengingunum og birti á Twitter. Ontario explosion right near our home!!! We are literally down the street!! pic.twitter.com/gPgCBPeBWm— Reina (@Reinajimenez88) March 16, 2021 Annar nágranni sagði í samtali við CBS að hluti húss hennar hefði hrunið vegna sprenginganna og það hefði kveiknað í fóti hennar. Rúður eru sagðar hafa brotnað og sprungið í nærliggjandi húsum. Allyssa Boroluzzi segir fyrstu sprenginguna ekki hafa verið háværa og lýsir henni einnig eins og jarðskjálfta. Húsið hennar hafi nötrað. Skömmu seinna hafi enn stærri sprenging orðið og allar rúður í húsinu hennar hafi brotnað. Hér má sjá annað myndband af vettvangi, sem sýnir líklega fyrstu sprenginguna. Someone s firework stack went off in Ontario shook our whole neighborhood pic.twitter.com/LmUrtgl0oK— pms (@Prudencepms) March 16, 2021 Bandaríkin Flugeldar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira
Svo virðist sem að flugeldum hafi verið safnað á heimilinu en samkvæmt frétt CBS í Los Angeles liggur ekki fyrir hvað olli fyrstu sprengingunni. CNN hefur eftir heimildarmönnum sínum að fólk sem hafi verið í húsinu hafi flúið og komist í öryggi. Bannað er að selja, eiga og geyma flugelda í Ontario en nágrannar segjast reglulega hafa heyrt í flugeldum í hverfinu undanfarin ár. Það hafi verið kvartað yfir því á samfélagsmiðlum. Ekki er ljóst hvort hinir látnu bjuggu í húsinu eða öðrum húsum þar nærri en mörg hús eru sögð hafa orðið fyrir skemmdum. Íbúi í hverfinu segir að í raun hafi um nokkrar sprengingar verið að ræða. Hún hafi fundið þá fyrstu eins og jarðskjálfta sem hafi hrist allt hús hennar. Hún tók myndband af sprengingunum og birti á Twitter. Ontario explosion right near our home!!! We are literally down the street!! pic.twitter.com/gPgCBPeBWm— Reina (@Reinajimenez88) March 16, 2021 Annar nágranni sagði í samtali við CBS að hluti húss hennar hefði hrunið vegna sprenginganna og það hefði kveiknað í fóti hennar. Rúður eru sagðar hafa brotnað og sprungið í nærliggjandi húsum. Allyssa Boroluzzi segir fyrstu sprenginguna ekki hafa verið háværa og lýsir henni einnig eins og jarðskjálfta. Húsið hennar hafi nötrað. Skömmu seinna hafi enn stærri sprenging orðið og allar rúður í húsinu hennar hafi brotnað. Hér má sjá annað myndband af vettvangi, sem sýnir líklega fyrstu sprenginguna. Someone s firework stack went off in Ontario shook our whole neighborhood pic.twitter.com/LmUrtgl0oK— pms (@Prudencepms) March 16, 2021
Bandaríkin Flugeldar Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Sjá meira